Laugardagur, 29. september 2007
Fréttir úr Ameríkunni
Það hefur ýmislegt gengið á síðan ég bloggaði síðast. Svo þetta verður sennilega langt blogg þar sem ég er búin að vera ansi löt við að blogga. Jeff greyið lenti í því að missa vinnuna, það sem gerðist er að hann var gerður að blóraböggli fyrir yfirmann hans sem er í vandræðum í vinnunni. Þeir létu hann leysa af næturvakt sem vanalega þarf að þjálfa upp fyrir í allavega 2 vikur, en Jeff fékk 4 daga í þjálfun. Eitt af verkefnunum sem hann sá um var að prenta út launaseðla fyrir launadeildina nema hvað, það fór úrskeiðis og er "ástæðan" fyrir að hann var rekinn. Í raun ef við vildum gætum við kært þar sem Jeff er með sannanir frá öðrum prógrömmurum að hann gerði ekkert rangt, það er villa í forritinu sem olli því að verkefnið fór úrskeiðis ásamt því að prentarinn bilaði enn eina ferðina enn, en prentarinn sem þeir nota er yfir 20 ára gamall og hinn prentarinn af sömu gerð sem var enn í notkun kviknaði í....að sjálfum sér hehe. Yfirmaður hans hafði ekki gert neitt plan fyrir að kaupa inn ný tæki. Þetta er ein ástæðan fyrir að yfirmaður Jeffs er í vandræðum en hann er að reyna að klína því yfir á Jeff (sem er ekki að ganga rosalega vel). Svo staðan í dag er að ég er fyrirvinnan á heimilinu og Jeff er húsmóðirin :)
Með Jeff heima þá er ekkert keypt inn annað en hamborgarar og taco's en þetta er það eina sem hann kann að matbúa. Ég lýsti því yfir að ég gæti ekki lifað á þessu svo hann verður tekinn í gegn með þetta á næstu dögum hehe. Ég verð samt að segja að ég er mjög ánægð með fyrirkomulagið þar sem ég hef viljað að hann hætti í þessari vinnu í fleiri fleiri mánuði, en þeir hafa reynt að klína þeirra mistökum á hann áður. Jeff var með yngstu starfsreynsluna í deildinni 3 ár, meðan næsti fyrir ofan hann var með 15 ára starfsreynslu hehe. Hann getur ekki farið neitt nema upp á við með þetta en fyrir hans starfssvið getur hann fengið mun betur borgað en hann var að fá hjá ríkinu. Kósí starf, en illa launað. Jeffinum mínum líður auðvitað illa yfir þessu og finnst það vont að hafa verið rekinn ásamt því sem fyrrv. yfirmaður hans er enn að reyna að klína allskonar drasli á hann, hinsvegar góðu fréttirnar eru þær að undirmenn hans misstu trú á honum eftir að hann lét Jeff fara þar sem þeir vissu hvað gekk á.
Nóg um það! Amma Jeffs var í heimsókn í viku hérna svo við vorum dregin út um alla Denver til að hitta hana. Það er alltaf jafn gaman að hitta hana en hún er rosalega hress og klár kona. Við buðum svo allri fjölskyldunni í mat í íbúðina okkar (ég birti myndir af henni seinna) en það voru um 10 manns í íbúðinni! Ég eldaði lambið með sykurbrúnuðum kartöflum, kúrbít og salati en Jeff eldaði hamborgara (surprise surprise) og pulsur fyrir þá sem borða ekki lamb. Við erum að berða voða sjóuð í matarboðum en það virðist vera sem við erum búin að halda matarboð nánast aðra hverja helgi undanfarið!
Við vissum fyrir að við vorum nördar....við ákváðum að stíga lokaskrefið í nördaskap og fundum okkur hóp af fullorðnu fólki til að spila með okkur D&D eða Dungeons and dragons (Drekar og dýflissur). Þetta er hlutverkaleikur þar sem þú velur þér karakter til að spila og leikur hann bæði í sál og anda! Þetta er rosalega skemmtilegt, þetta er auðvitað ég og 5 eða 6 aðrir strákar hehe allir sem betur fer um þrítugt, menn með konur og börn. Við hittumst annan hvern laugardag klukkan 18 og spilum frameftir kvöldi.
Að öðru leiti höfum við það mjög gott, við tókum 2 skref afturá bak við að Jeff missti vinnuna, en ég held þetta sé allt til hins betra þegar allt kemur til alls.
Kveðja úr Ameríkunni þar sem það er enn 25 stiga hiti og sól!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
æ leidinlegt ad heyra thetta med Jeff. Vona bara ad hann verdi ekki lengi atvinnulaus, tho ad thad se kannski svoldid notalegt med svona huskall
Gud geymi ykkur. Kossar og knus Magga Salla
Magga Salla (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 20:29
Heyrðu þá getið þið komið í Öskjuhlíðina að LARPA í sumar :), er ekki stemmning fyrir því?
hehehe...
eggert egg (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 16:25
LARPA er það sem þið krakkarnir kalla það í dag hmmm! :)
Vala Björk Vieregg, 1.10.2007 kl. 19:59
Ég vil taka það fram að ég kannast ekkert við þennan eggert og veit ekki hver í veröldinni á hann sem eiginmann.
Lellan (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.