Sunnudagur, 14. október 2007
Uppistand
Þá er daman búin að kaupa sér sína fyrstu miða á uppistand í Bandaríkjunum! Við hjónin erum að fara á sýningu þar sem Gabriel Iglesias skemmtir eftir um tvær vikur. Ég efast um að nokkur hafi heyrt um hann á Íslandi, en hann er frekar frægur hérna í Bandaríkjunum og sjúklega fyndinn! Þið getið séð vídeo klippu af honum hérna: http://youtube.com/watch?v=OJSu9C-eEgM eða hér http://youtube.com/watch?v=JAUq0MFUT8M og að lokum http://youtube.com/watch?v=onsAV0EkKF8
Okkur hlakkar rosalega til, en núna þarf ég að enda þessa færslu þar sem ég er að hafa mig til í vinnuna, á að vera mætt eftir 15 mín og á eftir að þurrka hárið og mála mig!! Ohh óóóóó!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.