Fimmtudagur, 14. september 2006
Dagur 2
Ég fór með pabba í myndavélabúð í dag, en þeir sem þekkja hann vita að hann er mikill myndavélaáhugamaður. Þar keypti hann sér flass, linsu, tösku og fleira og eins og það væri ekki nóg þá gaf hann okkur hjónakornunum rosalega fínan prentara!!
Kisan mín hefur það gott, hún er búin að taka ástfóstri við gerfiblómi sem ég á og finnst afskaplega gaman að leika sér af því og henda því niður mér til mikilla mæðu hehe, þess á milli vill hún láta klappa sér og klóra.
Á morgun er planið að dútla sér bara og finna góða staði til að taka myndir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Pifffff átti kallinn ekki nóg af þessu myndavéladóti..þetta gerir hann bara enn ruglaðri en hann er fyrir he he he með súrsætri kveðju mamma
mamma Björk (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 02:21
Til hamingju með prentarann. Knúsaðu kisu frá mér.
Var ekkert mál að taka með ketti inn í landið?? Amerikanar eru skrítnir..... Kötturinn má koma en hvað með þig....? Eru þessi vísummál eitthvað að losna?
Magga
Magga (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 07:34
Já þetta er rosalega asnalegt, hún þurfti enga sótthví eða neitt og líður bara vel hérna. Ég er enn að bíða eftir vísanu mínu en það getur tekið góðan tíma. Það er búið að skila öllu inn og núna erum við bara að safna sönnunum um að við búum í alvöru saman
Vala Björk Vieregg, 16.9.2006 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.