Gaman saman

Í dag eftir vinnu fórum við Jeff bara tvö ein í skemmtigarð hérna sem heitir Elitches! Við skemmtum okkur konunglega, fórum í hvert tækið eftir öðru en þar sem við fórum ekki fyrr en eftir kl 5 þá náðum við ekki eins miklu og við vildum. En tívolíið er að fara að loka fyrir veturinn þar sem það fer bráðum að kólna verulega. Enn sem komið er, erum við að hanga í 20-25°C :)

Næsta föstudag förum við svo á uppistand þannig það er nóg að gera í skemmtanalífinu hjá okkur hjónakornunum. Að öðru leiti er lítið að frétta, Jeff er enn að leita að vinnu, ég vinn, sef og borða og Líf sefur og borðar og leggur sig þess á milli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband