Hvolpur

Litlu hvolparnirVið erum að spá að fá okkur lítinn hvolp, og þegar ég segi lítinn hvolp, þá meina ég LÍTINN!! Hehe, Michelle systir Jeffs fékk gefins lítinn hvolp af chiwawa kyninu en þeir eru kallaðir Chiwawa Rottweiler vegna þess að þeir líta út eins og rottweiler en verða sennilega ekki stærri en 3-6 pund. Ég ræddi þetta við Jeff þar sem við fengum boð um að fá eitt stykki svoleiðis og hann samþykkti það mun fljótar en ég bjóst við, reyndar þá samþykkti hann það strax hehe. Svo núna er ég að bíða eftir símtali frá Michelle til að sjá hvort við fáum lítinn hvolp í kvöld! Þeir líta út eins og myndin sínir! Ekkert smá mikil krútt! Einnig held ég að Líf kisan mín komi til með að taka honum vel þar sem hann er svo lítill að henni er engin ógn af honum, eina er að hann fær kannski meiri athygli en hún þar sem hún er vön að vera miðja athyglinnar! :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er allt að fara í hund og kött hjá ykkur? 

mamma (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband