Föstudagur, 2. nóvember 2007
A Dog in the House!
Þá erum við orðin stoltir hvolpaforeldrar :) Ég fékk hvolpinn í gærkvöld og hann er ekkert smá mikið krútt. Hann er rétt 7 vikna svo hann er aðeins of ungur til að vera tekinn frá foreldrum sínum, en ég fór með hann til dýralæknis í dag og hann lítur vel út og er hraustur. Við nefndum hann Kesslik. Reyndar er hann voðaleg veymitítla en hann vill helst ekki vera einn neinstaðar, það þarf alltaf að halda á honum. Jeff gjörsamlega bráðnaði og svaf með hann í hálsakotinu í alla nótt. Svo í dag þegar ég kom heim eftir að hafa farið með hann í heimsókn til Nicki frænku og til dýralæknisins kom hann hlaupandi á móti okkur og var "Where's my baby" en þeir sem þekkja Jeff vita að það er ekki mjög líkt honum hehehe. Núna er litli Kesslik steinsofandi á gólfinu vafinn inn í teppi enda uppgefinn eftir ævintýri dagsins. Ég er að hlaða batteríin í myndavélina mína og kem svo til með að hlaða inn myndum af honum :)
Líf tók honum svosem ágætlega, henni stendur engin ógn af honum þar sem hann er svo rosalega lítill, en hann er 1 pund, sem er hvað, 500 grömm hehe en hún heldur sig í fjarlægð frá honum. Í gær varð hún reyndar voða hugrökk og stal eldsnöggu þefi af honum. En við gefum henni bara sinn tíma til að venjast því að hún er ekki aðal prinsessan á heimilinu núna. Allavega, þegar litlinn minn vaknar þá er myndatími!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gæti ég fengið mynd af ömmubörnunum????????????
mamma (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 16:08
Er að vinna í því!
Vala Björk Vieregg, 4.11.2007 kl. 17:29
Ég er komin með nokkrar myndir, en er að lenda í veseni með að setja þær inn í tölvuna, ég vinn í þessu í vikunni :P
Vala Björk Vieregg, 5.11.2007 kl. 05:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.