Pabbi búinn að fá steik

sjokk.jpg

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur feðginunum, við erum búin að versla heilan helling af myndavéladóti, föt á kallinn og hann gaf okkur þennan rosalega fína prentara. Síðan fórum við í þjóðgarðinn sem er rétt hjá heima hjá mér og undum okkur þar heilan dag, í fleiri verslanir og ég veit ekki hvað. Í gær föstudag fórum við svo með kallinn út að borða á Outback Steakhouse þar sem hægt er að fá rosalega góðar steikur. Þar splæstum við á hann ekta amerískri steik og líkaði honum það rosalega vel. Í dag fórum við svo niður í miðbæ, við byrjuðum á því að fara í brugggerð sem er veitingarhús en þeir búa til sinn eigin bjór, þar er hægt að fá prufur af þeirra helstu bjórum sem þeir eru með þá stundina sem ég pantaði fyrir kallinn og svo fékk hann buffalo salat (ekki buffalo vængi heldur alvöru buffalo kjöt). Síðan eyddum við restinni af deginum að skoða miðbæinn og verslanirnar þar.

Ég er búin að bæta við nokkrum myndum við í albúmið hér til hliðar en ég bætti þeim undir Pabbi í Denver albúminu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eggert egg hér. Heyrðu þú verður nú að vera duglegri að taka myndir þarna úti...

eggert egg (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 13:32

2 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Já það eru komnar helling af myndum, ég hef bara ekki haft nógu mikinn tíma til að setja þær inn á netið, en það fara að koma fleiri inn :D

Vala Björk Vieregg, 19.9.2006 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband