Fjöllin og elgir

Útsýni yfir fjöllinPlanið síðustu helgina sem pabbi var hérna var að leigja bíl og keyra upp í fjöllin í þjóðgarð sem er þar. En þá gerði veðrið sér lítið fyrir og setti á storm svo það var send út viðvörun. Það byrjaði víst að snjóa og það var um 80kmh rok!! Þannig við ákváðum að hanga heima í staðinn. Hinsvegar á sunnudeginum þá datt þetta allt niður, snjórinn bráðnaði og hitinn fór upp í tæplega 20 stig! Svo við drifum okkur á bílaleigu fengum rosa fínan bíl og brunuðum upp í fjöllin! Þar er bær sem heitir Estes Park hann er rétt áður en þú kemur að þjóðgarðinum sem heitir Rocky Mountain National Park. Þar fékk rithöfundurinn Stephen King mikið af sínum innblástri en einmitt þarna er hótelið sem hann skrifaði um í Shining! Pabbi tók fína mynd af því og er það á myndasíðunni!

Það var hreint og beint magnað að fara upp í fjöllin, rétt áður en maður kemur inn í bæinn er skilti þar sem varað er við að það gæti verið dýralíf á öllum götum hér eftir. Það reyndist rétt því það var hjörð af elgum sem var að leggja sig undir tré fyrir framan húsin við aðalgötuna í bænum. Þeim var nokk sama þótt það var hjörð af fólki fyrir framan nefið á þeim að taka myndir og dást að þeim. Síðan keyrðum við nokkur skref í viðbót og þar var önnur hjörð af elgum sem hafði komið sér vel fyrir á golfvellinum hehe. Það hlýtur að vera gaman að búa þarna og fá allskonar dýr í garðinn sinn, en það eru fjallaljón, birnir og fleiri hættuleg dýr þarna!

Náttúrufegurðin er rosalega þarna uppfrá, útsýnið alveg hreint magnað en við búum við stærsta fjallgarð Norður Ameríku og í raun vorum við rétt upp í fjallgarðinum sem við íslendingar köllum nú eiginlega fjöll, enda fjallgarðurinn hærri en hæsti tindur íslands :) Við vorum hreinlega dáleidd af fegurðinni þarna og ætla ég bara að láta myndirnar ráða ferðinni, það er nýtt albúm til sem heitir Rocky Mountains.

Pabbi fór svo heim í gær á mánudeginum og gekk ferðin eftir því sem ég veit best vel, ég fékk allavega tölvupóst frá honum þar sem hann sagðist hafa komist heim heill á höldnu!  

Ég bætti nokkrum myndum við líka undir Pabbi í Denver albúmið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband