Mánudagur, 31. desember 2007
Gleðilegt Nýtt Ár!!
Gleðilegt ár öll sömul!!
Jólin hjá okkur voru bara nokkuð góð, á Aðfangadag fórum við til Nicki þar sem við fengum dýrindis Prime Rib með allskonar meðlæti og öðru góðgæti! Kvöldið heppnaðist mjög vel og við enduðum á því að fara í miðnæturmessu.
Jóladagur var planað að fara til tengdó en það byrjaði að snjóa svo mikið að við urðum að fresta því svo í dag var jóladagsmaturinn heheh...
Á morgunn förum við svo til Nicki og Bo aftur til að fagna nýja árinu í Kalkúnaveislu.
Þess á milli hef ég bara verið að vinna, og þar sem allir eru í fríi nema ég og þar sem það er búið að snjóa all hressilega þá þurfti ég að vinna báða dagana sem ég er vanalega í fríi. Enda sú eina sem kemst í vinnuna þegar það snjóar mikið þar sem ég þarf ekki að keyra hehe...
Gæludýrin okkar hafa það bara gott, hvolpurinn stækkar og stækkar og er kominn upp í allavega 1,5 kg, kisan fær góða hreyfingu þar sem þau elta hvort annað út um allt!
Svo við höfum það bara gott hérna tvö í kotinu með litlu gæludýrin okkar!
Kveðja úr Snjónum!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.