Dýralíf í Denver

DádýrKesslik hvolpurinn okkar hélt fyrir okkur vöku nánast alla síðustu nótt, en hann var með allt of mikla orku til að vilja fara að sofa, svo í dag ákvað ég að halda honum vakandi yfir allan daginn svo hann myndi sofa í nótt! Við fórum í smá bíltúr, en rétt hjá þar sem ég bý er stór þjóðgarður. Það er rosalega fallegt þar, mikil náttúra og allskonar útivistatækifæri. Ég auðvitað fór með myndavélina en þar rakst ég á dádýrahjörð, við Kesslik fylgdumst með þeim úr bílnum þar sem litli 2 kg hvolpurinn minn sat og urraði í áttina að þeim hehe. Stuttu seinna keyrði annar bíll framhjá og lét mig vita að skallaörn væri í tré neðar á veginum, ég varð auðvitað voða glöð en skallaernir eru í útrýmingahættu eftir því sem ég best veit, en því miður fann ég hann ekki, hann hefur væntanlega flogið í burtu rétt áður en ég komst að honum :(

Við fréttum svo í kvöld að Michelle yngsta systir Jeffs, sú sem er mest óábyrg (2 barna móðir) væri væntanlega að missa húsið sem hún leigir þar sem þau hafa ekki efni á leigunni. Þau eru fólk sem halda því fram að hún græddi pening á því að kaupa sér nýjan/notaðan bíl þar sem eftir nokkur ár fer hann upp í verði...hehe en allavega hún, maðurinn hennar og 2 börn flytja væntanlega í kjallarann hjá mömmu hennar en hún á tvo hvolpa, bróðir Kesslik og frænda hans. Þau þurfa væntalega að gefa þá upp svo við Jeff ákváðum að við myndum í það minnsta íhuga að taka annan þeirra ef til þess kæmi, við myndum þá taka frændahvolpinn sem er líka Chiwawa en það er víst ekki gott að hafa tvo bræður þar sem þeir myndu sennilega rífast stöðugt um hver er Alfa hundurinn þar sem þeir eru jafnaldrar. Það þýðir þá að næst þegar við flytjum verðum við að kaupa íbúð/hús þar sem það er bara 2 dýra takmark í leiguíbúðir hérna. Já mamma, við erum að fylla íbúðina okkar af gæludýrum og engin barnabörn á leiðinni!! heheh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm ég sé það ..Vvvvvvvoðððððððððð gaman að vera hundaamma.

mamma (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 14:53

2 identicon

það er greinilega bara brjálað að gera hjá ykkur. en þú veist að það er komið að þér að eignast börn næst í þessum vinkvennahóp, er það ekki örugglega á hreinu? ég er allavega búin með minn kvóta!

Lella (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Iss Lella, á svipaðum tíma að ári verður þú að koma með fjórða barnið þitt á meðan ég ligg í sólinni á Hawaii og nýt lífsins barnlaus!! Þrítugt er nýja tvítugt, ég hef enn nægan tíma til barneigna!!

Vala Björk Vieregg, 16.1.2008 kl. 01:39

4 identicon

úff... ekki segja svona.... ég fæ alveg gæsahúð :p

(annars vorum við að kaupa okkur 7 manna jeppa í morgun. hversu ,,suburban" er það!)

Lella (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband