Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Brrrrrrrrrrr
Hér er 15 stiga frost, og bíllinn bilaður!! Jibbí! Við þurfum væntanlega að skipta um batterí, en bíllinn startar sér ekki í svona kulda svo við getum ekki komið honum í bílabúðina til að skipta um batterí fyrr en það hlýnar. Sem betur fer er búðin í göngufæri en á móti er ekkert skemmtilegt að labba út í búð í 15 stiga frosti! Er ég orðin spillt af þægindunum hérna í USA eða finnst ykkur íslendingunum líka fúlt að labba út í búð í 15 stiga frosti? :)
Að öðru leiti er allt það sama af okkur að frétta, Jeff er enn að leita að vinnu, ég er enn að láta mig dreyma um allt sem mig vantar að kaupa, Kesslik vex og vex, Líf fann sér draumastaðinn til að sofa í, eða í innbyggðri hillu inn í skáp, fjölskylda Jeffs er allt við það sama, alltaf sama dramað í kringum Michelle og Tengdó, en núna eru þær í fýlu út í okkur og við höfum ekki grænan grun afhverju, sennilega afþví við höfum ekki mokað peningum í þau þar sem við vitum að þau hafa ekki hundsvit á hvernig á að fara með peninga svo við neitum að hjálpa þeim þannig. Ekki þar fyrir utan við höfum nóg með okkur. En fýlan þeirra kom í veg fyrir að biðja okkur um að hjálpa sér að flytja, svo okkur fannst þetta win-win situation!
En jæja, best að pilla sér út í búð svo við eigum eitthvað ætilegt í kotinu!
p.s.
MSN-ið hjá mér er eitthvað brenglað, held ég hafi óvart blokkað á það með eldvörninni minni, svo mamma ekki láta þér bregða þótt ég sé ekki á msn! Er að vinna í að koma því á stofn aftur!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:20 | Facebook
Athugasemdir
HÆ elskan .
Svaka kuldi er þetta, komum í gær frá Köben voða gaman.vonandi kemstu sem fyrst á msn..ið ástarkveðja mamma
mamma (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.