Vesen og vitleysa

Um daginn þá ákvað ég að senda lögfræðingnum okkar tölvupóst þar sem mér fannst frekar furðulegt að við hefðum ekki heyrt neitt síðan við fréttum að það væri búið að sækja um vísað fyrir okkur. Ég fékk það svar til baka að hann hafði aldrei fengið pappírana og því væri ekkert búið að sækja um! Við urðum auðvitað nett pirruð þar sem við höfðum fengið upplýsingar frá aðstoðarmanneskju hans að það væri búið að sækja um og allt væri í góðum höndum. Við áttum sem betur fer afrit svo við þurftum ekki að bíða í 2 vikur eftir að fá það endursent og ákváðum að taka enga sjénsa í þetta sinnið og keyrðum með pappírana niður í miðbæ sem er um hálftíma akstur til að skila þeim inn. Þetta vísamál er að gera okkur geðveik en vonandi er þetta síðasta bakslagið sem við fáum, ég veit ég er farin að hljóma eins og gömul plata en maður verður að horfa á björtu hliðarna hehe

Að öðru leyti er allt gott af okkur að frétta, Jeff fékk magaflensu í síðustu viku og kastaði upp í tölvuherberginu í vinnunni hehe, sem betur fer hitti hann þó í ruslafötuna svo það var ekki allt út um allt. Síðan á föstudeginum hélt ég að hann hefði smitað mig þar sem mér fór að líða ansi undarlega, en þá kom í ljós að Jeff leið heldur ekkert allt of vel í maganum svo það hefur verið eitthvað að pizzunni sem ég bakaði, annað hvort var pizzusósan ekki í lagi eða osturinn, en það er það eina sem við erum með sameiginlegt í pizzunum okkar. Allavega þá varð það ekkert alvarlegt bara smá óþægindi í um 2 klst og svo var það búið.

Líf hefur það gott, henni og Jeff semur mjög vel en kl 9 á kvöldin þegar Jeff þarf að fara að sofa þar sem hann þarf að vakna fyrir allar aldir til að fara í vinnu þá leggst hún upp í við hliðiná honum og þau hrjóta þar saman. Hún er búin að vera voðalega dugleg að læra nýjar reglur hérna, eins og hún má bara klóra í klóruna sína, ekki teppið, sófan eða neina stóla. Hún má ekki fara upp á eldhúsborð þótt hún óhlýðnast því af og til þegar hún heldur að hún sé að fá rækjur eða skinku, en að öðru leiti þá heldur hún sig mest bara á barstólnum. Og hún er enn að væla yfir spegilmyndinni sinni í loftljósinu fyrir ofan borðstofuborðið en hana langar rosalega mikið þar upp til að skoða hvaða skrítna kisa leynist þar :) (já ég er gæludýrafrík ég get talað endalaust um hana).

Það sem er á planinu hjá okkur er að Jeff er að fara í strákaferð til Las Vegas í þessum mánuði en vinur hans býr þar og er að vinna að einhverjum raunveruleikaþætti sem á eftir að koma út og er að velta milljónum við það, og hefur því allskonar góð sambönd og fékk rosafínan díl fyrir þá á gistingu. Það verður rosa gaman fyrir hann enda hefur hann varla hitt vini sína í allt of langan tíma. En við þetta fékk ég þá hugmynd að næsta haust eftir ár eða svo (þegar þið allar eruð hættar að punga út börnum) þá gætum við stelpurnar hitt í New York yfir helgi eða svo :) Það gæti orðið rosa gaman :)

Það er ýmislegt í gangi hérna í USA það sem er hæst á baugi eru skotárásirnar í skólunum en landið í heild er í sjokki yfir því, það er bara vonandi að það eru ekki fleiri sem finnst það góð hugmynd að framkvæma slíkan verknað en oft þegar ein beljan pissar þá pissa þær allar þegar svona kemur upp. En í fyrri árásinni sem gerðist hérna í Colorado þá á vinnufélagi Jeffs son sem gengur í þennan skóla, ekkert smá skelfilegt en þetta gerðist í pínulitlum fjallabæ í um klst fjarlægð frá Denver. Það eru sögur um að maðurinn sem framdi verknaðinn hafi fundið vefsíðu stúlkunnar sem hann skaut á myspace.com :(

Sem betur fer gerist svona ekki oft, en eins mikið og ég vil ekki enda bloggfærsluna á jafn drungalegum hlut og þessum þá eiginlega nenni ég ekki að skrifa meira, þetta er orðið allt of langt það nennir sennilega enginn að lesa þetta allt hehe!

Kveðja,

Vala! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg er ég til í að hitta þig í nyc :)
anna.

anna (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 22:35

2 identicon

Nennti alveg að lesa þetta:D alltaf gaman að fá fréttir úr Vesturheiminum hehe

Nina (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 23:17

3 Smámynd: Vala Björk Vieregg

það væri ekkert smá gaman Anna!!

hehe takk Nína, ég skal lofa að skrifa styttra næst :)

Vala Björk Vieregg, 7.10.2006 kl. 21:11

4 identicon

Ég er líka alveg svakalega til í ad koma. Endilega!! vei vei. Hlakka til.

Magga Salla (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband