Bílavandræði

cartroubleJæja þá er bíllinn í viðgerð, en startarinn er farinn. Við höfðum samband við nokkur verkstæði áður en við sendum bílinn þangað til að sjá hver væri með bestu verðin. Pep Boys urðu fyrir valinu en ég hafði talað við tvo þar sem létu mig vita hversu mikið þetta allt ætti að kosta. Draga bílinn kostaði 70 dollara, prófa startarann, batteríið og alternatorinn kostaði 20 dollara, startarinn sjálfur myndi kosta 104 dollara og vinnan 90 dollara. Jú jú við vorum svosem sátt við það. Svo við látum draga bílinn og um 2 tímum seinna hringi ég á verkstæðið til að athuga hvort þeir væru búnir að finna út hvað væri að. Þá höfðu þeir ekki byrjað á honum sem er svosem í lagi, ég get alveg beðið þangað til það kemur að mér, en strákaulinn reyndi að plata mig með því að segja mér að prófið sem þeir þyrftu að fara í gegnum kostaði 100 dollara en ekki 20. Valan auðvitað stappaði niður fætinum og sagði kemur ekki til mála, svo eftir að hafa talað við yfirmann hans þá komust við að því að strákaulinn vissi ekkert í sinn haus og væri að vinna sér inn meiri pening og við fengum prófið fyrir 20 dollarana sem það á að kosta en strákurinn ætlaði að prófa bílinn með vitlausu prófi...Alllllllavegana þá fékk ég hringingu í morgun sem lét okkur vita eins og við vissum að þetta væri startarinn og startarinn kostaði 124 dollara en ekki 104 dollara, nískupúkinn ég byrjaði að malda í móinn en ákvað að gera ekki of mikið mál úr því þar sem 20 dollarar auka er ekki eins slæmt og 80 dollarar auka hehe. Allavega, mjög skemmtilegt!!

Svo núna sitjum við heima og bíðum eftir að það verði hringt í okkur og við látin vita að bíllinn sé tilbúinn. 320 dollarar eru alveg á mörkunum við hvað við viljum láta í bílinn en hann er ekki einusinni virði þess mikið, en eins og staðan er núna viljum við ekki fara út í kaup á öðrum bíl og vera með bílalán þar sem við viljum frekar geta eitt 200 dollurum í okkur en ekki í nýjan bíl sem við notum varla.

Annars er allt við það sama hjá okkur, Jeff er enn að leita að vinnu, en reyndar er hann farinn að sjá smá aukningu á framboði en það er frekar erfitt að finna tölvuvinnu hérna þar sem það eru svo rosalega margir um hverja vinnu. En við bíðum þolinmóð. Mér gengur vel í minni vinnu, ég þarf kannski að fara í annað bæjarfélag í næstu viku til að þjálfa stelpu upp sem var að byrja á systureign okkar. Hvolpurinn okkar hefur það gott, hann er miklu betri að pissa þar sem hann á að pissa núna og stækkar og stækkar. Greyið Líf þarf að þola að hvolpurinn eltir hana út um allt þegar hún kemur fram úr sínu herbergi sem er reyndar á báða bóga en hún eltir hann á sama hátt. Hann er farinn að njóta þess að fara í göngutúra, en fyrst um sinn þá var hann ekki alveg viss hvað væri í gangi og hálf vældi á meðan hann var að labba. En núna skoppar hann við hliðin á okkur eins og ekkert sé nema þegar jörðin er smá blaut þá er hann ekkert sérstaklega hrifin af því að væta sig hehe, algjör pjattrófa. Og það síðasta er að honum finnst voða gaman í sturtu....FootinMouth

En nóg um það, heyrumst síðar!!

Og þið bloggarar, verið duglegri að blogga fyrir okkur útlendingana!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÆ hæ.

Gott að bílinn sé komin í lag.Vertu duglegri að taka myndir og seta á bloggið

                                 ástarkveðja mamma

mamma (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband