Mánudagur, 11. febrúar 2008
Studio Vala
Ég held ég sé orðin allt of spillt. Það var um 11 stiga hiti í dag og sól, og ég gat ekki hugsað um annað en hvað ég væri tilbúin fyrir vorið. Ég nenni ekki að standa í þessum snjó og kulda lengur, en veturinn hérna er kominn á þriðja mánuð! Annað en á Íslandi þar sem það er vetur nánast frá september til maí! Hérna þá byrjaði að kólna fyrir alvöru í desember.
Annars þá er nýjasta nýtt að ég er búin endanlega að ákveða að koma mér á framfæri í grafískri hönnun, þá meira einfalt með vinnu aukalega, hanna logo, bæklinga, plaköt, kort o.fl. Ég er nú þegar komin með nokkur verkefni, en mig sárvantar nafn á tilvonandi fyrirtæki mitt. Hingað til hefur uppáhaldið mitt verið Valkyrja Design, en það passar ekki vel inn í enska heiminn, nýjasta hugmyndin er Studio Vala. Hingað til allar mínar bestu hugmyndir hafa verið teknar. En allavega, þá vantar mig hugmyndir svo ég leita til ykkar!
Kveðja úr Ameríkunni!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.