Góðar Fréttir

kesslikcuteÉg ákvað að skella inn mynd af krútthvolpinum mínum og kisunni minni horfandi niður á hvolpinn sem vill æstur leika við Líf!

Annars er ég með góðar fréttir, Jeff er að fara í atvinnuviðtal á Mánudag! Vonandi gengur það vel svo daman geti keypt sér nýja skó! haha

Jeff á afmæli næsta Laugardag svo við förum eitthvert út í tilefni dagsins, ég er ennþá að ákveða hvert við ætlum að fara, Jeff er ekki beint hjálplegur með að segja hvað hann vill, honum er nokk sama svo framalega sem hann fái að borða og drekka LoLlifecutipie

Það er farið að hlýna hérna í Denver líka, í dag er 15 stiga hiti!! Jibbíííí reyndar kólnar niður fyrir frostmark á kvöldin, en það skiptir litlu. Að öðru leiti er allt gott að frétta af okkur hjónakornunum.  Við höfum það gott eins og ávalt. Líf okkar snýst mest í að  snúast í kringum dýrin okkar, en Kesslik er nokkuð fyndinn með að gelta á sjálfan sig þegar hann sér  spegilmynd af sér í aringlugganum, og ég tala ekki um þegar skottið hans er að ybba gogg! Líf er búin að koma sér vel fyrir í hillu inn í skáp, svo ég bara bjó um hana þar með teppi og þæginlegheit og þar eyðir hún stórum hluta af deginum . En þar sem ég hef ekkert merkilegt að segja þá ætla ég að kveðj a í bili!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Það er gott að  vita  með Jeff,vonandi gengur það vel .

                   Ég hélt að það væri komið út úr skápnum..En´Líf er nátturulega engin venjulegur köttur hehehe.bið að heylsa

mamma

mamma (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:26

2 identicon

hae.

 thu veist ekkert hver eg er. Fann thig a google:) erum nokkrir islendingar sem buum her ad fara ad hittast i denver a laugardaginn og datt i hug ad lata thig vita, se samt ad thu ert med plan fyrir laugardaginn.

emailid mitt er inga_lara@hotmail.com ef thu hefur ahuga:)

ingunn lara (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband