Blóm

PaprikublómJeff var svo sætur í sér þegar hann kom heim í dag að hann gaf mér plöntu.....aftur. Hann líka rekst aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur vitandi það að ég drep flest lifandi blóm (síðast með rúðuúða) en hann gaf mér paprikublóm!! Það er rosalega fallegt, er nánast eins og á myndinni hérna, en ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að hugsa um svona apparat, svo ef einhver veit hvað ég á að gera, þá endilega skellið því í athugasemdir.

Ef eitthvað er, held ég að honum finnist það bara fyndið að ég geti ekki hugsað um blóm, því þegar hann gaf mér þetta sagði hann að rétt áður en ég dræpi þetta blóm gæti ég allavega eldað eitthvað úr því! heheh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oj oj oj. Madur a vist ad vokva paprikublom svoldid oft. (en ekki drekkja theim) Eg giska a ad thu meikir 2 vikur.
Endilega einhverjir fleiri koma med agiskun.

Magga Salla (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 09:59

2 identicon

gladurinn er náttúrulega að vökva...

ég gerist stórtæk og veðja á að plöntugreyið lifi af heilar 3 vikur í umsjón völunnar

lella

lella (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 16:58

3 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Þú ert bjartsýn, síðasta planta lifði í viku :)

Vala Björk Vieregg, 13.10.2006 kl. 05:00

4 identicon

Mér hefur tekist að drepa Friðarlilju, sem er í sjálfu sér ómögulegt þar sem þær bíða bara í 100 ár eftir vantsdropa og þegar þær fá hann þá lifna þær við!

Þannig að ég er sennilega mesti blóma-raðmorðingi sem til er og þú strax á eftir mér haha! :D

Umönnun paprikublóms: prufaðu að gefa því vatn annað slagið skít ég á. Svo geturðu prófað sprite! Ég meina.. allt í þágu vísindanna, right!?? Sprite virkar allavega mjög hvetjandi á rósir veit ég ;)

alman (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband