Laugardagur, 14. október 2006
Góðar fréttir
Ég er loksins með góðar fréttir, ég var að fá staðfestingu frá lögfræðingnum í pósti að það er búið að sækja um vísa fyrir okkur. Við fengum afritin sem við þurftum að fylla út og þau eru það þykk að það er hægt að skella þessu í heila bók :p Loksins er eitthvað farið að ganga hjá okkur í vísamálunum!!
Að öðru leyti er allt gott að frétta úr ameríkunni, Jeff er í strákaferð í Vegas svo ég verð í skeggfríu umhverfi í 3 daga! Ég auðitað byrjaði á því að þrífa íbúðina frá toppi til táar og fara svo út í verslunarferð og er búin að kaupa mynd á vegginn, smá haust/hrekkjavökuskraut, svokölluð veggblóm en maður stingur þeim í samband í innstungu og þau gefa af sér góða lykt í íbúðina og að lokum kjúkling!! hehe ekkert smá spennandi líf sem ég lifi huhh!! En allavega þá verða engar skeggleyfar í baðherberginu í 3 heila daga!
P.s. plantan mín er enn lifandi!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 15.10.2006 kl. 00:02 | Facebook
Athugasemdir
hvað er málið með albúmin, maður er ekkert að geta skoðað þetta neitt
eggert egg (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 14:40
til hamingju... með vísa umsóknina og plöntuna :)
lella (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 09:57
Hmm ég reyndi að smella á Albúmin mín og þá komu nokkrir valmöguleikar, ég smellti á myndaalbúm á prumpa.blog.is og það virkaði. Hinsvegar hversvegna þetta gerist veit ég ekki.
Vala Björk Vieregg, 19.10.2006 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.