Mánudagur, 3. mars 2008
Biblíu Lesefni
Ég er búin að leita að Biblíu Lesefni fyrir mig og tengdafjölskylduna en við stelpurnar höfum oft hist og haft Biblíu Leshóp saman. Ég hef ekki fundið neitt spennandi hingað til, en við erum frekar lengra komnar og viljum fá meira fræðilegt en byrjendaefni. T.d. hvernig gamla testamentið tengist nýja testamentinu, spár og fyrirsjónir sem koma fram í nýja úr því gamla. Þýðingar á bakvið nöfn og þ.h. við viljum s.s. grafa aðeins dýpra :)
Ef einhver veit um góða bók, helst á ensku, ef á íslensku er það í lagi, þá endilega látið mig vita!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ sæta skvísa.
Það er nú aldeilis langt síðan að ég hef heyrt af þér. Ég lenti fyrir tilviljun inn á síðuna þína og gaman af því. Frábært að þér líði vel þarna úti og megi guð og gæfan fylgja ykkur.
Læt heyra af mér til þín annað slagið.
Kv,
Sigrún Kapitola
Sigrún Kapitola (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:00
Vá gaman að heyra í þér Sigrún Kapitola!! Endilega vertu í sambandi!
Vala Björk Vieregg, 7.3.2008 kl. 05:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.