Og enn meira af góðum fréttum

Við fengum staðfestingu frá innflytjendaeftirlitinu í dag að þeir hefðu fengið umsóknina okkar sem er mjög fljótt en lögfræðingurinn sagði okkur að í dag gæti það tekið allt að 2-4 vikur að fá staðfestingu svo við erum hamingjusöm með það!!

Mamma var svo rosalega góð að gefa mér heilan helling af peningum til að versla mér föt, svo ég verslaði mér föt, ég er ekki búin að eyða öllu ennþá, en ég er búin að kaupa mér rosa fína peysu fyrir veturinn, fallega rauð síð rúllukragapeysa og þrjá langerma haustboli en þótt það sé búið að snjóa hérna þrisvar þá er samt oft of heitt til að vera í peysu og of kalt til að vera í stuttermabol. Ég keypti líka bol á Jeff og hann fær líka buxur en því miður passaði bolurinn ekki svo ég þarf að skila honum, einnig keypti ég mér þrenna eyrnalokka rosa sæta, eitt par mjög klassískir demantar (ekki ekta), og tvenna síða lafandi hringi mjög sætir.

Annars erum við Jeff að spá hvort við eigum að stækka við okkur þegar leigusamningurinn rennur út núna í byrjun desember, hvort við eigum að fara í þriggja herbergja, en þegar ég er komin með vinnu þá auðvitað viljum við fara að fá okkur almennileg húsgögn og með allt sem ég hef í huga að kaupa, þá höfum við ekki pláss fyrir það hehe. Reyndar erum við ansi sammála að eitt af því fyrsta sem við kaupum er stærra rúm en rúmið sem við erum með núna er frekar lítið og of stutt fyrir Jeff, og ef við fáum nýtt rúm þá er allt plássið farið úr svefnherberginu. En annars kemur þetta allt í ljós, við eigum eftir að athuga hvað það myndi kosta okkur aukalega á mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband