Fimmtudagur, 20. mars 2008
Viðbót við litlu fjölskylduna
Núna erum við tæknilega orðin 5 manna fjölskylda, tveir hundar, einn köttur og ég og Jeff hehe. Systir Jeffs sú óábyrga átti tvo litla hvolpa, bróðir Kessliks og frænda hans, þegar þau misstu húsið sitt og þurftu að flytja í kjallarann hjá mömmu Jeffs þá var ljóst að þau urðu að gefa annan hvolpinn þar sem mamma Jeffs á tvo stóra hunda fyrir. Að sjálfsögðu var allskonar drama í kringum þetta sem ég nenni ekki að fara út í, en í stuttu máli þá samþykktum við Jeff að taka hvolpinn, en auðvitað hluti af dramanu var að við samþykktum ekki strax að taka hann þar sem við auðvitað þurftum að hugsa um hvort við gætum tekið hann en á endanum þá hringdi hún í okkur á mánudagskvöldið og bað okkur að koma og ná í hann þar sem hún varð að gefa hann upp þá og þar! Við sögðum bara OK og fórum og náðum í litla hvolpinn sem við nefndum Buliwyf (ef þið hafið séð 13th warrior fattið þið nafngiftina).
Það er ýmisleg vinna sem við eigum að höndum, sem stendur er Kesslik búinn að læra hvar hann á að pissa ásamt því að hann kann allavega 4-5 brögð, ég tala ekki um að hann fer í göngutúr reglulega en Bulifyw kann ekkert af þessu þrátt fyrir að vera 5 mánaða, en hans líf hefur verið mest í hundabúri. Þau notuðu það ekki sem þjálfunartæki heldur til að fá frið. Það þýðir að hann hefur lært að pissa og kúka þar sem hann sefur, sem er alls ekki gott og svo var hann frekar vel í holdum. Við breytum því fljótt. Hann er strax búinn að fara í göngutúr en hann er ekkert rosalega góður í beisli, en eins og ég segi við eigum smá verkefni að höndum og hann kemur til með að læra. Þeim Kesslik semur rosalega vel og eru strax góðir vinir, fyrsta nóttin fór í stanslausan leik svo næstu nótt sem betur fer voru þeir uppgefnir og sváfu meira, núna þá eru þeir meira komnir í rútínu, sofa á nóttinni og leika á daginn :)
En allavega, að öðru leiti er lítið að frétta, allt við það sama bara :)
Kveðja frá stórfjölskyldunni í Denver!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:20 | Facebook
Athugasemdir
Halló elskan og gleðilega páska!
Til hamingju með síðuna, hún er ÆÐISLEG! Þú ert virkilega efnilegur ljósmyndari :) Við erum einmitt að fara að hanna boðskortin og matseðlana fyrir bryllupið okkar. Látum auglýsingastofu um að prenta það út þegar þar að kemur ;)
Til hamingju með litla fjölskyldumeðliminn. Hann ferlegt krútt ;) Mig langaði að gefa þér ráð varðandi búrið og klósettferðirnar hans. Það er nefnilega rétt hjá þér eins og þú segir að það er ekkert GRÍN þegar þeir byrja að pissa og kúka í bælið sitt. Þá er alvöru vandamál á ferðinni. Búr eru fín upp að vissu marki en auðvitað treður maður ekki hundinum sínum inn í búr til að fá FRIÐ -þá sleppir maður frekar að fá sér hund!
Það er skynsamlegt að kaupa lítið búr handa honum, sumsé svo lítið að hann getur ekki skipt búrinu sínu í tvennt þ.e. skitið öðru megin í það og sofið hinu megin. Þetta svínvirkar. Svo er bara að drífa sig á fætur á undan honum á morgnana og fara út með hann og láta hann pissa þar og verðlauna hann alveg FEITAST fyrir. Þá kveikir hann á því hversu vinsælt og skemmtilegt það er að pissa og kúka utandyra. Svo eru hundar ofboðslega fljótir að læra hvor af öðrum.
Ef Kesslik er húsvaninn og tala nú ekki um ef Kesslik er líka eldri þá kennir hann brósa öll trikkin -líka ósiðina ef einhverjir eru ;) hehehe.. Æi.. gangi ykkur sem allra best með hann litla krúttið! Þið eigið alveg hrós skilið fyrir að taka hann að ykkur. Ofsalega hlýtur nú eigandinn fyrrverandi og óábyrgi að hafa verið feginn! Þið eigið ekki eftir að geta lifað án þeirra beggja áður en þið vitið af ;)
Bið vel að heilsa Jeff!
Bestu kveðjur frá klakanum :)
alman (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 16:44
Hæ Hæ Alma,
Takk fyrir gott ráð, sem betur fer virðist vera að Kesslik er að kenna honum, en Kesslik er húsvanur. Við förum ekki með þá út að pissa heldur pissa þeir á svokallaðan training pad, svo aðeins dýrari meðferð en svínvirkar. Og já hann er strax orðin meðliðmur litlu fjölskyldunnar okkar og þeir báðir orðnir góðir vinir. Um daginn svaf Kesslik með loppuna um Buliwyf rosa krúttlegt :D
Endilega haltu áfram að leyfa mér að fylgjast með, alltaf jafn spennandi að plana brúðkaupið sitt!!
Vala Björk Vieregg, 25.3.2008 kl. 00:51
Rosalega flott sída. Féll fyrir : Where your business grows. Kúl
Magga Salla (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:43
hehe takk esskan :D
Vala Björk Vieregg, 25.3.2008 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.