Laugardagur, 29. mars 2008
Stöðuhækkun
Yfirmaður minn hringdi í mig í dag, en ég var í fríi og bað mig að stoppa við í vinnunni örstutt, en mér var veitt stöðuhækkun í dag. Núna er ég ekki lengur Leasing Consultant heldur Leasing Director. Það þýðir að ég er yfir Leasing Consultants (leigusalar) og hef yfirumsjón með markaðssetiningunni og fæ mína eigin skrifstofu. Auðvitað fylgir þessu launahækkun sem er ekki slæmt, en allavega skemmtilegt skref áfram. Jeff fékk að vita í gær að hann fékk ekki vinnuna sem hann fór í viðtal í um daginn, en hann heldur áfram að sækja um og vonandi fer að koma að honum svo við komust heim í sumar. Hvolparnir okkar hafa það mjög gott, þeir eru ekki bara orðnir góðir vinir, heldur er Buliwyf orðinn nánast alveg húsvanur. Þeir fengu bein í dag sem þýddi aðallega að Kesslik stal báðum og hljóp með þau út um allt til skiptis. Við annars fögnuðum stöðuhækkunni með að bjóða Nicki og Bo í grill og köku í eftirrétt. Hérna er farið að hlýna, það dettur af og til niður í um 8 stiga hita, en það er undanfarið búið að vera á milli 15-20°C og sól! Á morgunn á hitinn að fara upp í 19°C og svo snjóa um kvöldið hehe.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æðislegt að heyra elsku Vala mín innilega til hamingju.Já og vonandi gengur Jeff líka að finna sér vinnu við hans hæfi...Hafið það gott með dýrabörnum ykkar he he eini kosturinn er að eiga þau en ekki alvörubörn ..er að þið losnið við bleyjuskiptin heheheh .Kær kveðja frá Hveragerði...
mamma (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 15:07
Hæhæ og innilega til hamingju með stöðuhækkunina! Skemmtilegt surprise svona á laugardagsmorgni, er það ekki? "Heyrumst" vonandi fljótlega á msninu, alltaf gaman að spjalla við þig:) Kv. nina
Nina og Sverrir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 23:49
Til hamingju með stöðuhækkunina!
kv. Salóme og co
Salóme (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:46
Til hamingju!! Ædislegt.
Gott ad amerikanarnir seu bunir ad sja hvad thu ert dugleg
Bid ad heilsa og gangi Jeff vel i atvinnuleit.
Knus Magga Salla
Magga Salla (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 09:08
Vá, æði!!! innilega til hamingju með stöðu- og launahækkunina :)
Lella (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 08:59
Hæ,
Innilega til hamingju með stöðuhækkunina, gaman að þér skuli ganga svona vel. Vona að það gangi líka vel hjá Jeff með atvinnuleitina. Hafið það sem allra allra best. kv, Agla Marta.
Agla Marta (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:58
komdu sæl :D
til hamó með stöðuhækkun og launahækkun og verðhækkun .... nehhhh það var hér á landi á...
ég er komin með svefngalsa!!!
það væri frábó ef þið hjónin gætuð komið til ís.l í sumar.
ég sendi ykkur mína bestu strauma um það allt saman.
bið að heilsa kalli og börnum ;)
hafið það sem allra best.
stórt knús,
anna panna.
Anna Johannesdottir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.