Sunnudagur, 29. október 2006
Undur og stórmerki
Þau undur og stórmerki hafa gerst að plantan mín er ennþá lifandi!! haha, annars það sem er að frétta héðan úr ameríkunni er ekkert ofurspennandi, ég er búin að vera slæm í bakinu svo ég hef ekkert hangið í tölvunni í um viku, ég fékk bréf frá innflytjendaeftirlitinu um að ég eigi að fara og láta taka af mér fingraför og eitthvað fleira sem ég veit ekki hvað er, kemur í ljós þegar ég fer þangað hehe, og svo keypti ég buxur og peysu á Jeff. Ég þurfti að vera smá undirförul þar sem hann fýlar bara mjög ljósar gallabuxur en þær sem hann keypti á sig síðast voru of stórar og of stuttar, svo ég auðvitað keypti á hann númeri minna og númeri síðara, en ég var svo ofboðslega sniðug að ég keypti tvær, einar sem eru venjulega bláar ekki of ljósar og ekki of dökkar, og svo aðrar sem voru dökkbláar, í þeim tilgangi að þær sem voru venjulegar virtust ekki of dökkar fyrir honum. Síðan keypti ég voða sæta ljósbláa v-laga peysu á hann sem hann vildi ekki sjá hehe, ég held að mistökin sem ég gerði þar var að hún var einum of mikið stökk úr íþróttapeysunni í ljósbláa v-laga peysu :P En allavega þá fékk hann gallabuxur að gjöf frá mömmu!!
Annars þegar ég var að versla þá náði ég að týna öðrum eyrnalokkinum sem ég hafði keypt sólahring áður og ég leitaði út um alla búð og engin merki um eyrnalokkinn :( Sem betur fer kostaði hann ekki mikið og ég held að ég geti ekki alveg komið einlokk lúkkinu í tísku aftur. En annars þá er ég ekki búin að eyða öllum peningunum sem mamma gaf mér í föt ennþá, svo planið er að fara í næstu viku og splandera meira :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hæhæ,
getur ekki sent mér símanúmerið þitt góan mín
lella (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.