Mánudagur, 14. apríl 2008
Bissí Bissí
Daman er búin að vera allt of bissí undanfarið. Í vinnunni þá hef ég verið upp í Castle Rock sem er bær í hálftíma bæ frá Denver þar sem allir voru reknir þaðan!! Svo ég hef verið að reyna að koma mér í gegnum óregluna þar og koma reglu á. Undanfarna daga áður var veðrið hérna æðislegt, sól og blíða. Þegar ég fór upp til Castle Rock þá kom snjóstormur og vesen! Gaman Gaman. En allavega þessa viku verð ég vonandi á mínum vinnustað svo ég geti haldið áfram að vinna að markaðsáætluninni sem ég er að vinna að. Ég er auðvitað að fíla mig í tætlur í nýja starfinu.
Það sem er annað í fréttum er að við ákváðum að flytja okkur um íbúð, við ætlum að flytja í aðra íbúð sem er í næstu blokk við, svo við getum bara labbað yfir með dótið okkar. Ástæðan er að sú íbúð er með nýja eldavél, uppþvottavél og ofn, og þessi íbúð er komin með mold í einu baðherberginu okkar. Leiguíbúðir hérna í USA eru fjöldaframleiddar og eru því engin hágæði sett í þær, svo þegar ég er að reyna að þvo af moldina á veggjunum í baðherberginu þá fer málningin með hehe. Skemmtilegt svo ég og Jeff hugsuðum okkur um hvort við nenntum að flytja aftur og komust svo að samkomulagi að hann gerir mestan flutninginn en ég flyt allar þjónusturnar okkar á milli heimilisfanga! (Jeffs hugmynd). Ég var ekki lengi að samþykkja það! Auðvitað reyni ég svo að prútta út úr yfirmanni mínum allt nýtt inn í íbúðina okkar!!
Að öðru leiti höfum við það gott, í dag er 20 stiga hiti, sól og heiðskýrt svo við ætlum að reyna að fara út með hundana og njóta veðursins. Ég þarf svo bráðum að skipuleggja sundlaugapartý, en sundlaugin verður sennilega opnuð í Maí! Við erum að spá að hafa Hawaii þema! Hver vill koma í heimsókn!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:13 | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ.Bíddu mold í veggjunum..ertu ekki á 3 hæð..veistu nokkuð hvað þetta gæti verið annað en MOLD ..íslenska orðið..he he annars bara fínt mál hjá ykkur með nýrri og betri íbúð ..áður en við/ ég kem í heimsókn..vil ekki að mold hrynji yfir mig...Torfkofarnir eru ekki í tísku sko lengur bið að heilsa bæbæbæbæ
mamma (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.