Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Eyðslukló
Við hjónakornin vorum orðin leið á að eyða aldrei neinu í okkur, vanalega þá eyddum við peningunum okkar í aðra ef eitthvað er, svo við ákváðum að gefa okkur báðum ákveðna upphæð sem við gætum keypt eitthvað skemmtilegt fyrir okkur. Jeff eyddi sínum pening í D&D dóterí, ég í föt og skó hehe en ekki hvað! Svo núna er daman rosalega sæt í nýjum buxum, skyrtu og skóm fyrir vinnuna. Hérna er svokallaður fatakóði, ég verð að klæða mig eftir reglum fyrirtækisins. Sumar reglurnar skil ég mjög vel, á vinnustaðnum mínum þá fer maður ekki að mæta í vinnuna í gallabuxum og bol, en svo eru allskonar reglur eins og ég má ekki vera í skóm sem sýna tærnar, hárið má ekki vera með teygju o.s.frv hehe. Svo í tilefni 21 ára afmælis frúarinnar á bænum var farið í klippingu þar að auki!
Á laugardaginn vorum við með nokkra vini í heimsókn og það var spilað frameftir nóttu (fram að miðnætti, við nennum ekki að vaka lengur, of gömul!), og daginn eftir fórum við út að borða. Jeff að sjálfsögðu hélt uppi gömlum hætti og gaf mér pottaplöntu í afmælisgjöf, en honum finnst voða fyndið að ég get ekki haldið þeim lifandi, hann gaf mér líka bók og dóterí fyrir D&D leikinn okkar. Svo lagði yfirmaður minn sér leið í vinnuna á laugardag og gaf mér afmælisgjöf líka þannig mér leið eins og prinsessu á err 21sta afmælisdeginum mínum!
Annars er ég voða bissí þessa dagana, ég er ennþá að vinna upp í Castle Rock sem er smá bær í um hálftíma fjarlægð frá Denver, en ég verð þar þangað til þeir ráða nýjan starfsmann. Þeir vildu ráða mig þangað, buðu mér fría íbúð, aðstoðar manager og hvaðeina en ég vildi ekki fara þaðan sem ég er núna. Frí íbúð er rosa fínt, en á sama tíma þá myndum við missa allt félagslíf sem við eigum, og sama hvað yfirmaður minn reyndi að sannfæra mig um að þetta væri stöðuhækkun þá eru svo fáar íbúðir þar til samanburðar við hvað við höfum hérna að í raun væri ég að fara afturábak. Svo ég ákvað að vera þar sem ég er.
Annars er voða lítið að gerast í okkar heimi. Það er farið að hlýna hérna svo við erum að sjá á milli 20-25 stiga hita, nema auðvitað þegar ég fer upp í Castle Rock þá snjóar! Bregst ekki!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
21..hvað ? Til hamingju með 31.ár safmælið kellingin mín hehe.
kveðja mamma
mamma (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:09
Til hamingju med 21.afmælid. Styd thig heilshugar.
Kossarog knus magga
Magga Salla (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.