Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Lífssýni
Ég fór í dag að láta taka lífssýni af mér fyrir innflytjendaeftirlitið....það gekk alveg ágætlega, ég þurfti að fylla út skjal þar sem ég þurfti að gefa upp nafn, háralit (ég var í smá vandræðum með það), augnalit, hæð og allt það, og svo kom það furðulega, stærðina á fætinum á mér í tommum!! Þegar ég las það þá gat ég ekki annað en farið að hlægja og gekk upp að öryggisverðinum sem rétti mér blaðið og sagði honum að ég hefði ekki hugmynd um hvað fóturinn minn væri stór í tommum, þar að auki nota ég ekki tommur þar sem ég er evrópsk heldur sentimetra og ég hef ekki hugmynd hvað hann er stór í sentimetrum heldur!! Hann bara hló og sagði að það væri í lagi að skila því auðu heheh. Það var sem betur fer lítið að gera svo ég komst strax að og fingraförin mín voru tekin bak og fyrir ásamt mynd af fyrirsætunni, ég þurfti samt að passa mig á að láta ekki sjást í tennurnar, það má víst ekki hehe. Það sem var merkilegast þarna er að allir starfsmennirnir sem ég sá nema 2 virtust vera mexíkanskir, en eins og margir vita þá er mikið vandamál með ólöglega mexíkana sem hoppa yfir landamærin hérna, svo það var frekar fyndið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.