Föstudagur, 25. apríl 2008
R.I.P
Bíllinn okkar dó í gær. Ég var á leiðinni til Castle Rock og á hraðbrautinni þá sé ég að það er reykur úr vélinni og ég missti afl. Ég var svo heppin að vera hægra megin svo ég keyrði útaf á sértilgerða braut fyrir bíla eins og minn sem bila og náði að stoppa þar. Það var það síðasta sem Trackerinn minn keyrði. Hann var úrskurðaður látinn stuttu seinna af bifvélavirkja.
Við erum því að leita að nýjum bíl, sem er eiginlega fúlt því við og sérstaklega ég vil ekki borga af bíl mánaðarlega. Það er hinsvegar gott að geta átt almennilegan bíl sem maður getur keyrt eitthvert og hefur kraft til að hafa við á hraðbrautinni. Ég fór því í dag eftir vinnu að skoða bíla og við erum búin að takmarka okkur við tvær bílasölur sem við viljum skoða. Það var svo hringt í mig í dag frá bílasalanum og hann bauð mér Chevy Malibu 2005 model keyrður 69 mílur (reiknið sjálf ef þið nennið) fyrir $7991 dollara. Á morgunn förum við svo og ætlum að prufukeyra og setja meira í stein hvað við viljum gera. Ég læt ykkur vita þegar við erum komin á almennilegan bíl.
Kveðja frá ólukkunni!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ÆÆ hvað er að heyra þetta..Þið verðið nú að fá bíl svo þið getið hreift ykkur eitthvað... heyri kannski frá þér á sunnudag... hafið það gott öllsömul...
kveðja mamma og Erlingur
mamma (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 15:41
Ég öfunda þig ekkert smá fyri því að búa í Colorado. Við frúin fróum þangaði í helgarferð um haustið 2005. Þá var ég orðinn viðþolsljós yfir fjallaleysinu hér í Minnesota. Við flugum til Denver, gistum í Boulder og gengum á Mt. Audubon sem er þarna í Indian Peaks svæðinu. Sá tindur er í rúmlega 4,000 m hæð (Hvannadalshnjúkur hvað........)
Colorado er án efa uppáhalds fylkið mitt í USA og ég er viss um að ef ég byggi þar þá væri ég á mission með að klífa alla rúmlega 60 fjallatoppana í Rocky Mountains sem eru fyrir 14,000 fet........ Enda er ég svoddan fjallageit.
Ég er hins vegar löngu búinn að komast að því hvernig ég get lifað hér í fjallalausu Minnesota. Það geri ég með því að drekka Coors Light, því að flöskurnar eru með mynd frá the Rockies. Veitir mér alltaf ómælda gleði..... bæði fjöllin.... og bjórinn.
Stefni á að koma aftur í haust og stökkva upp á Longs Peak.
kv. frá flatlendinu í Minnesota........ Þórir
Þórir S. Þórisson, 25.4.2008 kl. 16:10
Eitt sem ég elska við Denver er fjallaútsýnið! Það er rosalega fallegt hérna og stutt í náttúruna. Það tekur mig 5 mín að keyra í stóran þjóðgarð þar sem maður getur farið í göngutúra, fuglaskoðun, bátsferðir, fiska o.s.frv. Og ef það er ekki nóg þá er ég um 1,5 klst að keyra upp í fjallgarðinn! Ég þarf því ekki að drekka Coors Light en í staðinn fæ ég mér margarita af og til og læt mig dreyma um ströndina!!
Vala Björk Vieregg, 26.4.2008 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.