Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Kveðja
Mín elskulega frænka dó í gærkvöld í faðmi fjölskyldunnar sinnar. Hún greindist með krabbamein á 3 stöðum fyrir um 2 mánðuðum síðan og læknarnir sögðu við hana að það væri ólæknandi. Hún tók þátt í rannsóknarmeðferð en líklegast dó hún vegna flækju frá lyfjunum. Vonandi náði hún að hjálpa tilvonandi krabbameinsjúklingum með þátttöku hennar í þessari meðferð.
Vilborg hefur verið viðloðin við mitt líf síðan ég var lítil, en ég man þegar ég var 4 eða 5 ára að fara til Bólguvík (Bolungavík) í heimsókn til Vilborgu frænku. Seinna átti hún hárgreiðslustofu niður í bæ, og alltaf þegar ég fór í heimsókn til hennar skemmti ég mér alltaf vel, en hún var alltaf viðbúin til að setjast niður og spjalla um lífsins heima og geima.
Elsku frænka, ég veit þér líður betur núna og þú vakir yfir okkur og fjölskyldu þinni.
Innilega samúðarkveðjur til Pöllu töntu, Kidda, Finnboga og ástvina!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæhæ ég þarf svo að tala við þig Vala..
Fer ekki símainn að komast í lag? kveðja mamma
mamma (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.