Ólétt!

Nei ekki ég jójóin ykkar, Nicki tengdasystir. Þau tilkynntu okkur um daginn að hún væri komin 3 mánuði á leið en þetta eru þau sem reyndu að ættleiða seinasta sumar þar sem þeim hefur gengið illa að eignast sitt eigið barn. Vonandi gengur allt eftir götunum hjá þeim en þeirra vandamál er að hún getur orðið ólétt en heldur ekki fóstrinu.

Það sem er að öðru að frétta er að Jeff fékk vísbendingu um góða vinnu, en það er hjá hátækni símafyrirtæki, og til að komast inn þá þarf hann að taka próf og ná því til að vera tekinn til tilhugunnar. Hann er því á fullu að lesa undir próf og vonandi fær hann að taka það bráðlega.

Ég er að skipuleggja stórt partý í vinnunni, svokallað opið hús. Við verðum með hljómsveit, fullt af veitingastöðum koma og gefa mat og að sjálfögðu opna sundlaugarnar fyrir sumarið! Ég bjó til tvö stór skilti fyrir partyið ásamt auglýsingu í okkar útgáfu af mogganum o.fl. svo ég er voða spennt.

Bíllinn okkar er frábær, það er æðislegt að vera á alvöru bíl, sparneitinn hefur kraft á hraðbrautinni, mjög gott að keyra hann, ég meina, Chrysler en ekki hvað! :) Hundarnir hafa það gott og Líf er bara hress. Sumarið er vonandi að koma bráðum en það er búið að vera leiðindarveður undanfarið. Við fengum snjó í byrjun Maí og síðustu daga hefur verið hálf kalt og rigning.....íslenskt veður nema bara hlýrra hehe!

Kveðja úr Ameríkunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.      jójó hvað..Það verður spennandi að frétta með Jeff og símafyrirtækið..heyrumst mamma

mamma (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband