Miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Göngutúr
Við hjónakornin skruppum í göngutúr í morgun þegar Jeff kom heim úr vinnunni og tókum Líf kisuna okkar með. Við skelltum á hana ól og band og héldum af stað. Veðrið er mjög gott í dag eða um 25 stiga hiti þannig ég var auðvitað að deyja úr hita hehe. Eftir að við vorum búin að rölta í c.a. 5 mín varla það, gafst litla kisan upp, hún neitaði að labba lengra og lagðist niður á göngustíginn. Við þurftum því að halda á henni og var hún auðvitað hæstánægð með það hehe, við litum hálf asnalega út með kött í bandi sem neitaði að labba svo við urðum að halda á henni hehehe. Þegar við komum svo heim var greyið kisan uppgefin af 5 mín labbi og er búin að blunda síðan!
Að öðru leiti er allt gott að frétta af okkur, við erum bara að bíða "þolinmóð" (eða ekki) eftir frekari fréttum frá innflytjendaeftirlitinu en það getur tekið viku eða 2 mánuði, við vitum ekki hversu lengi. Síðan hringdi maðurinn minn í mig í morgun og bauð mér á stefnumót eftir að hann fær útborgað, ég auðvitað þáði það hehe, þannig það er smá rjómantík í loftinu hjá okkur. Svo fer bara bráðum að líða að jólum, hér má fara að skreyta eftir þakkargjörðina sem er 24 nóv og aldrei þessu vant eigum við smá jólaskraut þannig bráðum fær Líf tækifæri til að klifra í jolatrénu :D
p.s. það verða engar myndir settar inn í bili því myndavélin mín dó :(
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.