Stutt og laggott

Party1Færslan í dag verður stutt, ég er í langþráðu hádegishléi í vinnunni í dag, en hingað til hef ég ekki getað tekið hádegishlé vegna anna. Partýið gekk vonum framar, ég hugsa að allt í allt hafi komið á milli 150-200 manns yfir daginn. Við opnuðum sundlaugarnar fyrir sumarið, grilluðum pulsur, tvö pizzafyrirtæki komu og gáfu pizzur, samlokur og fleira góðgæti. Við vorum með hoppikastala fyrir börnin, DJ og lifandi tónlist, funk band sem rokkaði í gegn! Við erum að spá að fá þá til að koma aftur og þá að kvöldi til með tónleika. Þannig allir voru mjög ánægðir og ég skoraði mörg stig hjá yfirmönnunum fyrir vel planað party! Vúhú!

Jeff er ennþá að læra undir prófið fyrir vinnuna sem ég er búin að ákveða að hann fær, en hann keypti sér nokkrar bækur í viðbót sem eru ekki eins útdeitaðar. Vonandi er hann orðinn nógu öruggur með sig til að geta tekið prófið í næstu viku. Ég bara nenni ekki að bíða lengur með að fara og versla hehe!

Sumarið er komið hérna í Denver, hitinn er vanalega á milli 20°C og 30°C sól, nema það er frekar hvasst í dag, en ég var að lesa að það væri fellibylur í norður Colorado, ætli við séum ekki að fá smá vindhviður frá honum. Annars bið ég bara að heilsa á klakann í bili!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að heyra að partýið tókst vel  og gott að vita líka að Jeff er að vinna á fullu  við undirbúning á atvinnutilboðinu...Allt gott að frétta af grasekkjuni hehe hafið það sem allra best ..kær kveðja mamma

mamma (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband