Laugardagur, 11. nóvember 2006
Voða Amerísk
Ég var ekkert smá amerísk í dag, ég vaknaði fyrir allar aldir og bjó til amerískar pönnukökur með sýrópi í morgunmat! Það var morgunmatur kl: 7.30 hjá okkur ekkert smá dugleg! Annars þá spjölluðum við við leigustjórann okkar í gær og gerðum 7 mánaða samning þannig í maí þá ætlum við að stækka við okkur í 3 herbergja íbúð. Enda verður það ágætt, þá þurfum við ekki að flytja og rugla innflytjendaeftirlitið með nýju íbúðarnúmeri og ég verð vonandi þá komin með vinnu svo það verður auðveldara að bæta við sig 150 dollurum á mánuði í leigu. Annars er bara ekkert að frétta héðan það er bara allt við það sama :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.