Hreysti

Workout21706Við hjónakornin ákváðum að við vildum breyta aðeins um lífsstíl og koma okkur í form, Jeff ákvað að spila körfubolta nokkrum sinnum í viku og ég er byrjuð í leikfimi. Reyndar er þetta ekki beint leikfimi það er erfitt að finna íslenskt orð yfir þessar æfingar (já ég veit ég er orðin rosa amerísk), en þetta er sérhæfður heilsuklúbbur sem er mjög árangursríkur. Salurinn er með 30 tækjum sem öll taka á mismunandi vöðvum líkamans ásamt því að vinna að hjartaheilsu og þoli, þú ferð tvo hringi 30 sekúndur í hverju tæki, svo þetta er 30 mínútna æfinaprógram. Þegar maður fer fullan æfingatíma 30 mínútur þá brennir maður um 400 kaloríum, og síðan næstu 3 tímana heldur maður áfram að brenna um 300 kaloríum. Svo núna fer daman í ræktina áður en hún fer í vinnuna á morgnana.

Að öðru leiti er allt gott að frétta af okkur, Jeff fer í próf í vikunni til að fá A+ gráðuna sína, mér gengur alltaf jafn vel í minni vinnu svo ekkert breyst þar. Hérna er veðrið orðið mjög gott, það fer á milli 20-30°C á daginn ásamt sól og heiðskýru. Ég sá einmitt mynd á mbl.is af undirbúningi fyrir 17 júní þar sem allir voru í peysum og húfum, hérna þá er maður í flipflop skóm og hlírabol!

En allavega ég ætla ekki að monta mig meira af veðrinu, þarf að fara út í búð!

Kveðja frá Ameríkunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá en flott hjá ykkur , skrifa þér bréf bráðum Vala...

bið að heilsa bæjó mamma

mamma (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband