Laugardagur, 18. nóvember 2006
Nýtt hár
Takk fyrir kveðjuna Vilborg frænka, alltaf gaman að heyra að þið hafi það gott!! Veðrið hér er náttúrulega framar öllum vonum, það er farið að kólna svo hitinn er c.a. 10-12 stig á daginn en dettur niður í um frostmark á kvöldin. Það er alltaf verið að stríða okkur að það fari að snjóa, en svo nær snjórinn aldrei niður í borgina (snjóar bara í fjöllunum) svo við Jeff erum alltaf voða vonsvikin heh, okkur finnst voða gaman í snjó! Hérna líka verður ekki sama slabbið og heima, snjórinn rignir ekki burtu heldur bráðnar sem er mikill munur!
Í gær þá fór ég til Michelle og við lituðum á okkur hárið og settum í okkur heimagerðar strípur, það kom bara vel út, ég er auðvitað dökkrauðhærð með koparlita strípur, kemur alveg ágætlega út, svo kenndi ég henni að lita á mér augnhárin en henni fannst ég voða skrítin að vera að þessu hehe. Eftir allt þetta vesen hjá okkur bara urðum við að fara út og prufa nýja hárið okkar svo við skelltum okkur út á bar. Það heppnaðist ekki betur en hann var hálf tómur, barþjóninn sem var stelpa var annað hvort vel í glasi eða reykjandi eitthvað sterkara en sígarettur svo við gáfumst upp um miðnætti og fórum heim. Hún er tveggja barna mamma og fær að fara voða sjaldan út svo ég var voða góð og var bara driverinn :)
Annars ætla ég að fara að koma mér út í búð og kaupa pönnukökur til að baka í morgunmat. Ég er búin að vera rosa dugleg undanfarið og er vanalega vöknuð á milli 8 og 9 á morgnana. Mér reyndar hundleiðist á morgnana þar sem Jeff kemur ekki heim fyrr en kl 1, og í raun ætti ég að vera að dunda mér við hússtörfin en þeir sem þekkja mig betur vita að það er ekki alveg að gerast! Það er ekki vottur af húsmóðurlegu eðli í mér hehe!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.