Mánudagur, 30. júní 2008
Sunnudagsferð í Dýragarðinn
Dagurinn í dag var mjög góður, daman vaknaði um 11 leytið og hafði sig til í ferð í dýragarðinn í Denver. Það var rosalega gott veður, sennilega á milli 25-30°C sól og heiðskýrt. Því var skellt á sig sólarvörn 55 spf factor sem er algjört möst fyrir föla einstaklinga eins og mig. Þegar þangað var komið keypti ég svo hatt til að brenna ekki í hársverðinum, en þar sem ég er svo nísk keypti ég stærsta barnahattinn sem passaði fínt, nema var kannski eins tískulegur og ég hefði viljað hehe. Við eyddum svo deginum úti í sólinni með myndavélina um hálsinn á meðan við þræddum dýragarðinn endilangan. Þegar við vorum svo komin með nóg fórum við út að borða á Macaroni Grill sem er ítalskur veitingarstaður með mjög góðan mat, daman fékk sér terriaki gljáðan lax með hrísgrjónum og spínati ekkert smá gott, ef þið komið til USA endilega prufa þennan veitingastað!
Að öðru leyti er allt gott að frétta af okkur, Jeff fer í A+ prófið á miðvikudaginn, við héldum að þú gætir gengið inn í prófastöðina og tekið prófið, en nei það gengur víst ekki alveg þannig fyrir sig, heldur þarftu að panta tíma og þetta var það fyrsta sem hann fékk. Svo á föstudaginn er 4 Júlí sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna, sem þýðir frídagur fyrir mig, versta við að laugadagar eru peningadagar fyrir mig svo ég get ekki tekið laugardaginn frían og fengið 4 daga frí.
Fyrir ykkur sem ég hitti reglulega á msn, þá er msn með allskonar vandræði fyrir mig, en ég þarf að downloada nýju msn-i í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni minni, svo ég hætti að nenna því. Ég væri alveg til í að skipta um samskiptaforrit ef einhver er með einhverjar hugmyndir (nema þið vitið hvernig á að laga msn-ið mitt)
Allavega þá læt ég þetta lokið í bili með nokkrum myndum frá dýragarðsferðinni!
Restina getið þið séð hér: Deviantart
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:18 | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ
man!! hvad thetta eru rosalega flottar myndir!
Gaman ad fylgjast med ther sæta.
Heyrumst vonandi fljotlega
Knus Magga Salla
Magga Salla (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.