Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Út að borða
Við áttum stefnumót við hjónin í dag en Jeff bauð mér út að borða á Steikhús. Við auðvitað höfðum okkur til gerðum okkur voða sæt, Jeff fór í skyrtu og alles, síðan lögðum við af stað um 6 leytið. Klst seinna vorum við ekki ennþá komin á veitingarstaðinn þar sem við týndumst hehe, við s.s. beygðum of snemma lentum í sveitahverfi inn í miðri borg og enduðum í hinum enda bæjarins en þar sem við þurftum að fara, ekki góð byrjun þar. En okkur fannst þetta bara fyndið og eins og Jeff sagði, vegirnir hér voru byggðir af ofurölvi kúrekum en vegirnir kúrfast svo rosalega að það er ekki nokkur leið að vita í hvaða átt maður er að fara. Við komust loksins á leiðarenda og gátum farið að panta matinn. Við auðvitað eins og sönnum ameríkönum sæmir fengum okkur forrétt, og síðan var borið fram salat og svo steikin. Eftir þessi ósköp gat ég borðað c.a. 3 bita af steikinni þegar ég var orðin södd á meðan ég horfði á manninn minn hakka í sig sína. Eitthvað fannst honum þetta asnalegt, en í staðinn á ég hádegismat á morgunn :D
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já, þeir eru sko ekkert litlir skammtarnir í Ameríkunni ;)
Inga Rós Antoníusdóttir, 21.11.2006 kl. 09:55
Já ekkert smá, það verður munur að koma heim og fá pínku ponsu skammtana, enga fría áfyllingu á drykkina og litla sem enga þjónustu heheh
Vala Björk Vieregg, 23.11.2006 kl. 05:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.