Kalkúnadagurinn

Í dag var þakkargjörðahátíðin hérna í USA. Það var ákveðið að halda hann hátíðlegann hjá Nicki svo þau elduðu kalkuninn og við hin komum hver og eitt með eitthvað í púttið. Ég kom með sykurbrúnaðar kartöflur sem slógu í gegn og salat. Ég eyddi því morgninum í að brúna kartöflur á milli þess sem ég dró köttinn út úr þurrkaranum en henni fannst hún voða fyndin með að fara þar inn. Einnig gerði ég heiðarlega tilraun til að krulla hárið mitt með nýja krullujárninu mínu en það heppnaðist ekki betur en það virkaði bara flókið. Dagurinn heppnaðist mjög vel, allir voru í góðu skapi og hátíðin var mjög ánægjuleg. Strákarnir eyddu sínum tíma horfandi á amerískan fótbolta en þessi dagur er einn af stærri fótboltadögum ársins og eru held ég sýndir þrír stærstu leikirnir. Jeff var voða glaður þar sem hans lið vann sinn leik í dag.

Það sem er svo framundan er að ég ætla að reyna að djúphreinsa teppið hjá mér þar sem ég var ekki lengi að setja bletti í það og hef verið að því reglulega núna í ár, og setja upp jóladótið. Á laugardaginn ætlum við svo að fara í okkar version af blómavali en þar er víst jólasveinninn með hreindýrunum sínum í heimsókn! Svo er það bara jólastúss, kaupa jólagjafir, senda, skrifa jólakort o.s.frv. Hver veit nema ég baka nokkrar smákökur, aldrei að vita hvað kellan tekur upp á!

Ég er sannfærð um að ég eigi bestu mömmu í heimi en hún var svo rosalega góð að gefa mér myndavél í jólagjöf, mistökin sem hún gerði var að láta mig versla hana sjálf svo ég eyddi góðri summu af peningnum hennar en hún fyrirgaf mér það eins og henni er einni lagið svo ég auðvitað stóð við loforið mitt að taka fullt fullt af myndum fyrir hana, en það er komið nýtt albúm sem heitir Kalkúnadagurinn! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband