Tilvonandi Heimferð

Ég setti inn beiðni í dag um 2 vikna frí og þá myndi ég koma til Íslands 21 september og fara heim 5 Október held ég...það skemmtilega við það er að Magga verður á Íslandi á þessu tímabili svo ég stílaði inn á það!!

Yfirmaður minn var frekar svartsýn á að ég gæti tekið báðar vikurnar mínar fríar á sama tíma svo við verðum að sjá til með það. Vinnuandinn hérna er öðruvísi en á Íslandi, það er meira álag hérna og minna frí, daman er ekki alveg að fíla það, en engu að síður get ég ekki breytt því sem fyrir er.

Ég er annars að skipuleggja Photoshop námskeið fyrir Colorado svæðið í vinnunni ásamt sumum yfirmönnunum frá fyrirtækinu sem á íbúðarsamfelluna okkar. En eins og þetta virkar þá er fyrirtæki sem heitir The Bethany Group sem á íbúðasamfellur út um öll Bandaríkin þar á meðal 4 í Colorado. Sennilega svipað og Baugur og allar matvöruverslanirnar sem þeir eiga. En allavega þá er ég að skipuleggja þetta námskeið fyrir starfsmennina í Colorado og sú sem er yfir starfsmannaþjálfuninni í Colorado, Texas og Arizona verður á námskeiðinu líka. Svo eins gott að daman standi sig.

Að öðru leiti er allt gott að frétta af okkur, veðurfarið er aðeins farið að kólna sem betur fer, svo núna er hitinn akkúrat réttur, í kringum 25 stig. Ekki og heitt og ekki of kalt, vonandi helst það þangað til í Nóvember :D Ég er orðin allt of spillt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi færdu fri ég hlakka alveg hrillilega til ad hitta thig aftur. Gaman gaman.

Lattu vita thegar thu heyrir eitthvad.

KOssar og knus.

maggasalla

Magga Salla (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 19:28

2 identicon

Já og ef thu færd bara eina viku ; eg kem heim 26 og get verid til ca 1 okt eda alika. kannski 2 okt.

 knusi knusi

MaggaSalla (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 19:31

3 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Æði, ég hlakka geðveikt til!! Ég fæ vonandi að vita á morgunn hvort ég fæ eina eða tvær vikur í frí!!

Vala Björk Vieregg, 14.8.2008 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband