Helgin

Ég er búin að vera með leiðindarkvef núna í tæpa viku. Jeff greyinu leyst ekki á blikuna og ákvað að sofa á sófanum svo hann myndi ekki smitast, allt í góðu með það enda var ég ekkert skemmtileg að sofa við hliðiná, hóstandi og snýtandi mér á fimm mínútna fresti, ég hinsvegar ákvað að vera ekkert að benda honum á að það er nóg að vera í sama herbergi og ég til að smitast heh. Núna er Jeff s.s. kominn með sama kvef og ég.

Í öðrum fréttum er það að ég er búin að taka fram jólaskrautið og er byrjuð að skreyta. Ég gerði jólahreingerningu á íbúðinni og þreif allt hátt og lágt. Jólatréð er komið inn en er ennþá óskreytt. Sú sem skemmtir sér mest í hafurtaskinu er auðvitað kisan mín Líf. Ég var búin að vera rosalega stolt af henni en hún hafði ekkert reynt að klifra í jólatrénu, bara setið og starað á það eða legið undir því og montaði mig af því við mömmu á msn. Nokkrum andartökum seinna heyrði ég læti innan úr stofu en tréð fékk smá flug þar sem kötturinn reyndi að klifra í því....

Ekki nóg með að koma jóladótinu upp þá bauð Jeff systir sinni og manninum hennar í mat á laugardaginn, nema hvað hann sagði mér víst frá því á fimmtudeginu en ég var ekki að hlusta þar sem hann var líka að segja mér frá einhverju tæknilegu tölvudrasli svo ég frétti það ekki fyrr en seinnihlutann á föstudeginum hehe. En það var allt í góðu, ég ákvað bara að hafa þetta einfalt og baka handa þeim pizzu sem heppnaðist mjög vel og svo fórum við á nýju Bond myndina. Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja um hana, en hún var frekar furðuleg, ekki eins og hinar týpísku bond myndirnar. Það var góður húmor í henni en Bond var á köflum frekar klaufalegur. Ég eiginlega veit ekki hvort það sé verið að gefa í skyn að hinir Bond-arnir séu dánir og þetta sé nýr James Bond, eða hvort þetta sé fyrsti James Bondinn og þau séu að byrja upp á nýtt. Samt sem áður var ég nokkuð ánægð með myndina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta á að vera fyrsti Bondinn. Þetta er semsagt frá fyrstu bókinni og held svei mér þá að hún sé síðan 1950 og eitthvað eða kannski 60. 

Magga Salla (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 18:28

2 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Það útskýrir ýmislegt. Myndin var hálftímalaus samt sem áður, en þegar maður hugsar til baka þá eru sum smáatriði sem gefa til kynna að myndin er kannski ekki að gerast í núinu. Ég mæli nú samt sem áður með henni, hún var góð skemmtun :)

Vala Björk Vieregg, 29.11.2006 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband