Laugardagur, 16. ágúst 2008
Ísland Fagra Ísland
Þá er það staðfest, ég fæ báðar vikurnar mínar í frí, svo daman lendir á fróninu þann 21 September og fer heim aftur 5 Október. Ég hlakka ekkert smá til enda 3 ár síðan ég var á Íslandi. Nánast allar vinkonurnar eru búnar að eignast eitt til tvö börn á þessu tímabili, ég eignaðist tvo hunda...eitthvað er ekki að gera sig hérna hehe!
Góðar fréttir, Jeff náði fyrsta prófinu sínu í A+ gráðunni sem hann er að taka, næsta próf sem hann tekur er sennilega í næstu eða þarnæstu viku. Á sunnudaginn erum við að fara í Picnic (hvað sem það heitir á Íslensku), reyndar var alíslenskt veður hérna í dag, rigning og 10°C hiti, það á að rigna aftur á morgunn og svo aftur í sólina á Sunnudaginn með yfir 20°C hita. Það er frekar óvanalegt að það rignir hérna enda erum við í miklu þurrlendi, sólin hinsvegar er nánast daglegur gestur sem mér finnst æði!
En allavega, sjáumst bráðum!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:04 | Facebook
Athugasemdir
Frábært. TIlhamingju med manninn líka, Flott hjá honum.
ég hlakka svo sjuklega til ad hitta thig. Kossar og knús.
Magga Salla
Magga Salla (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 06:57
Frábært!!! :)
Agla Marta (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:04
Loksins!
Hlakka ekkert smá til.
(þú mátt þá ekki hanga bara í hveragerði allan tímann....)
Lellan (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:30
Engin hætta á að ég hangi í Hveragerði allan tímann. Ef ég hef lært eitthvað hérna í Bandaríkjunum þá er það að hálftíma keyrsla er nánast eins og að fara út í búð hérna, þar sem vegalengdirnar eru mun lengri!
Svo myndi það ekki saka að þið kæmuð í sveitaloftið til mín! Hmmmmmmm :)
Vala Björk Vieregg, 21.8.2008 kl. 19:08
Svo má ad sjálfsögdu gista eitthvad á Njálsgötunni. Annars verd ég bara einmanna í kjallaranum hjá mömmu og pabba.
ta ta Magga Salla
Magga Salla (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.