Miðvikudagur, 10. september 2008
Hárlita fíaskó
Valan ákvað að lita á sér hárið þar sem blondínan var ekki alveg að gefa sig fyrir mig, svo ég náði í Loreal dökk ljóshærða með ljósum strípum pakka. Útkoman er músabrúnt hár með ljósum strípum...
Hvað þarf maður að bíða lengi þangað til ég get litað það aftur
Ég sem ætlaði að vera svo sæt þegar ég kæmi til Íslands! haha daman er að deyja úr spenning bara tvær vikur í að ég kem heim! Eiginmaðurinn var ekki alveg að fíla að vera einn heima í tvær vikur svo hann fékk boð frá ömmu sinni að koma í heimsókn til Florida sem hann ætlar að gera. Ástæðan fyrir þeirri heimsókn er tvöföld þar sem við erum að spá að flytja til Flórida svo hann ætlar að reyna að finna vinnu þar. Ástæðan er aðallega sú að okkur báðum líður mjög vel í Colorado, fylkið er æði, en fólkið á ekki við okkur. Ef þið trúið því ekki þá var það íslendingurinn sem stakk upp á að flytja hehe Jeff auðvitað ekki lengi að segja já þar sem honum hefur ekki liðið vel hérna í langan tíma.
Fólkið hérna í Denver eru að mínu mati ofsalega dramadrottningar. Það er mikil efnishyggja í gangi og pressa á að þú þurfir að líta svona út og eiga hitt og þetta sem þú hefur ekki efni á. Þar að leiðandi er ég að vinna með þremur alkahólistum, einum kultista, dramadrottningu og einum venjulegum hehe allir hérna eru á einskonar anti depressant lyfjum. Voða furðulegt og mjög sorglegt þar sem bæði ég og Jeff elskum Denver.
Hvort grasið sé grænna hinum meginn veit ég ekki, en við erum "ung" og höfum ekkert sem bindur okkur hérna, svo það sakar ekki að prufa. Það sakar ekki að við eigum vini í Flórida sem eiga mun betur við okkur.
Svo hver veit, þegar ég kem til baka frá Íslandi þá er ég kanski að fara að flytja í sólina í Flórida! 3 klst fjarlægð frá Disney World!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þið eruð svo klikk :p
Lellan (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:51
ég tek undir með Lellu..þið eruð svoooooklikk
mamma (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:58
Eins gott að maður hitti þig nú eitthvað þegar þú kemur til landsins :-)
Tóta (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 23:10
Þokkalega, ekkert smá langt síðan ég hef séð þig Tóta!
Vala Björk Vieregg, 18.9.2008 kl. 05:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.