Þriðjudagur, 14. október 2008
Ferðasaga
Ég vil byrja á því að segja frá gærdeginum. Við fengum símtal þar sem við fengum að vita að Nicki væri komin upp á spítala til að eiga barnið sitt. Það er aðeins fyrir tímann en allt gekk vel og bæði móðir og syni farnast vel.
Ferðin mín til Ísland var æðisleg! Ég fékk að hitta bæði fjölskyldu, vini og kunningja sem ég hef ekki hitt í mörg ár. Tók þátt í frægasta saumaklúbbi þessarar og síðustu aldar ásamt því að þenja mig út af góðu íslensku fæði. Með bestu tveim vikum ævinnar!
Ferðalagið heim gekk ekki áfallalaust enda um Völu að ræða. Upphaflega þá var planið að fara frá Íslandi til New York til Washington til Minneapolis en sú ferð var keypt í gegnum Icelandair. Ég fer til Keflavíkur og reyni að bóka töskurnar mínar alla leið. Ég var þar látin vita að ég yrði að fara í gegnum tollinn aftur í New York en hún væri búin að bóka þær alla leið þaðan. Allt í góðu. Ég lendi í New York eftir mjög þæginlegt flug en ég var í nýju vélunum frá Icelandair þar sem bæði sætin eru rúmbetri og hver er með snertikjá og getur valið úr 10 kvikmyndum og 20 þáttum til að horfa á. Nánast bara eins og að vera á fyrsta farrými!
Ég lendi í NY og fer í gegnum tollinn, ég reyni að bóka töskurnar mínar aftur og læt þær vita að þær eiga að vera bókaðar alla leið til Minneappolis. Þá segir ein athugul við mig, "geriru þér grein fyrir að þú þarft að fara á milli flugvalla í Washington"....ehhh neiiiiii ég hefði ekki hugmynd um það. Æði, ég lendi um miðja nótt og þarf að koma mér á milli flugvalla. Jæja, þetta er ekki það versta sem ég hef gert. Ég lendi svo um miðnætti í Washington og næ í töskurnar mínar. Ég síðan spyrst fyrir og kemst að því að hinn flugvöllurinn er í um 20 mílna fjarlægð en það væru sennilega engar samgönguleiðir nema leigubílar og þeir eru rándýrir. Ég með einskærri blessun finn rútuleið sem kostar helmingi minna og fer á milli flugvallanna. Það vandamál leyst. Ég hefði ekki miklar áhyggjur enda hafði ég um 7 tíma á milli.
Ég kem svo til Washington um 2 leytið um nóttina (Bandarískum tíma), flugvöllurinn sjálfur var lokaður svo ég gat ekki bókað töskurnar inn eða neitt. Ég var að sjálfsögðu orðin vel þreytt, en ég fann svæði þar sem var með ruggustólum...ég plantaði öllum fjórum töskunum mínum upp að vegg, dró tvo ruggustóla fyrir, plantaði mér í einn með lappirnar í hinum og var farin að hrjóta áður en ég vissi af!
Ferðin eftir þetta gekk vel, nema hvað tvö flugfélög rukkuðu mig um $40 fyrir að vera með farangur, ekki það að ég var með yfirvikt, heldur var ég með farangur hehe. Ljóta vitleysan, ég kom svo heim og var sótt upp á flugvöll og fagnað vel heima af bæði eiginmanni og dýrum. Næsti dagur fór svo í að taka upp úr töskunum og hvíla sig eftir ferðina.
Ég kem svo í vinnuna og kemst að því að fjárfestarnir sem áttu að bjarga fyrirtækinu mínu úr skuldasúpu gátu ekki haldið áfram þar sem eignir þeirra hafa verið frystar. Við erum því á barmi gjaldþrots ef við erum ekki gjaldþrota eins og stendur. Ég hlakka til næsta föstudags og sjá hvort ég fái útborgað eða ekki, en ég er allavega farin að leita mér að öðrum vinnustað þar sem ég veit að ég fæ útborgað hehe. Efnahagsástandið hefur áhrif hér eins og annars staðar, atvinnuleysið heldur áfram að rísa og fyrirtæki sem einstaklingar eru í hrönnum að fara á hausinn. Núna er gott að eiga ekki neitt.
Bíllinn komst sem betur fer fljótt í lag, það var bara batteríið sem var búið svo það kostaði mun minni pening að gera við hann en ella, það eina sem var erfitt var staðsetning batterísins en hún er víst undir hjólinu svo það verður að fara undir bílinn til að skipta. En þetta er allt í gúddí.
Svo fengum við símtal í gær að Nicki og Bo væru búin að eiga, um 3 vikum fyrir tímann en allt gekk vel. Það var tvísýnt um tíma en að lokum fæddist um 2,5 kílóa myndarstrákur. Sjúkrahúsið vilja að hann verðir þarna í 3 vikur, en líklega verður hann þarna í mesta lagi viku höldum við, fer allt eftir hvernig hann tekur næringu. Öll líffæri eru þroskuð.
Það er farið að hausta hérna, það er búið að vera um 10-15 stiga hiti en á næturnar fer það niður í um 0 gráður. Við fáum sennilega bráðum snjó. Hundarnir eru auðvitað að krókna úr kulda en í töluðum orðum situr einn inn í peysunni hjá Jeff á meðan hinn situr við fæturnar okkar rosalega sár yfir að enginn skuli halda á honum líka! Líf er nokk sama hún er með góðan feld, enda íslensk kisa!
Að öðru leyti er allt gott að frétta af okkur, við höfum það bæði gott og höldum áfram okkar striki í að eiga ekki neitt og kaupa ekki neitt á meðan fjármálakrísan stendur yfir sem hæst!
Kveðja,
Vala
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hehe þau eru oft ansi skrautleg ferðalögin þín elskan
En gott að allt fór vel og þér var fagnað.
Óska Jeff til hamingju með nýja frændan.
kveðja mamma
mamma (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.