Mánudagur, 3. nóvember 2008
Vala Kennari
Ég fékk þá hugdettu um daginn að ég gæti tekið að mér einkakennslu í Photoshop. Ég skellti inn auglýsingu á craigslist og viti menn, fólk hefur áhuga á þessu. Ég er með einn í sigtinu sem hefur áhuga svo það kemur í ljós á næstu dögum ef ég næ að selja honum námskeiðið mitt. Ég nota svo bara skrifstofuna mína í vinnunni (eftir lokun) þar sem ég vil ekki fara heim til ókunnugra eða fá ókunnuga heim til mín. Sjáum hvernig þetta fer og hvort maður nái sér í smá aukapening hér.
Vinnan gengur betur, þeir náðu einhverjum árangri með fjárfestum og eiga von á að hlutirnir fara að lagast bráðlega. Hvort sem það er satt eða ekki. Rafmagnsveitan kom um daginn og ætlaði að loka á skrifstofuna en við náðum að punga út 1,4 milljóna tékka til þeirra til að borga upp skuldina hehe. Ég hef verið að leita að annarri vinnu í mínu fagi en vanalega er það mjög auðvelt en eins og ástandið er í dag þá er enginn að ráða einn né neinn. Við erum t.d. undirmönnum og fáum ekki að ráða út af ástandinu. Þetta ætti annars að fara að lagast bráðum, þeir segja að við erum bráðum að komast yfir breiðasta hjallann. Ég spái niðursveiflu næstu 2 árin og svo gengur þetta upp aftur, vonandi styttra.
Af okkur Jeff er allt gott að frétta, bæði hraust og hamingjusöm þrátt fyrir erfiðleikana í samfélaginu. Við erum þakklát fyrir að eiga hvort annað ásamt þeirri gleði sem gæludýrin okkar veita okkur. Nicki og Bo og littli Boberry hafa það gott líka, hann vex og dafnar þrátt fyrir að vera ennþá á spítalanum. Hann var fæddur 5 vikum fyrir tímann svo hann má taka sinn tíma í að vera orðinn nógu duglegur að drekka samfleitt áður en hann kemur heim. En hann þarf að taka pelann í 5 daga án þess að fá í gegnum slöngu eða taka dýfu í súrefni svo hann fái að koma heim. Þetta er mikil áreynsla á svona lítinn gutta sérstaklega þegar hann er vakinn á 3 tíma fresti til að drekka.
Hrekkjavakan fór í gang með miklum framkvæmdum á skrifstofunni en þeir eru að mála þar svo þar var allt út um allt. Við hjónin vorum svo bara heima en það kom enginn til okkar að "trikka eða tríta" þar sem við búum í íbúðarbyggingu, foreldrarnir nenna vanalega ekki að labba upp og niður stiga svo húsin fá meiri aðgang frá krökkunum. Mér var nú hugsað til Teklunnar minnar og hvað hún hefði haft gaman af þessu, en vonandi nær stórfjölskyldan að koma í heimsókn næsta ár um hrekkjavökuna!
Næst á dagskrá er svo þakkargjörðin, ég áætla að við förum til mömmu Jeffs en hún býður vanalega heim, hinsvegar þegar viðkemur þeim þá er ekkert öruggt. Fer allt eftir því hvaða drama er í gangi á hverjum tíma.
Við Jeff ákváðum (lesist ég ákvað og Jeff var sagt að fylgja eftir) að verða "grænni" svo við erum farin að endurvinna meira heldur en bara að henda öllu út.Sjáum til hvernig það gengur!
Að öðru leiti er ekkert að frétta af okkur annað en við höfum það gott!
Bið að heilsa allt og öllum!
*knús á línuna*
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Vala kennari hem..hem. En allavega gott að heyra að þið séuð með vinnuna ennþá hjá þér..og ætlið að verða grænni en þið eruð fyrir heheheh....hringji seinna bæbæ knús á ykkur.
mamma
mamma (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 12:42
Hm, væri alveg til í að skella mér á námskeið hjá þér! Verður þú með fjarnám í framtíðinni;)
Nina (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 12:45
Já já, það er hægt að redda fjarnámi!
Vala Björk Vieregg, 3.11.2008 kl. 19:23
Takk fyrir bloggid, var farin ad bida eftir frettum af ther. Hvernig er thad ertu med kosningarett svona i tilefni dagsins??
Bestu norsara kvedjur.
Magga
Magga (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:17
Nei, ég má ekki kjósa í forsetakosningum. Ég verð að vera með citizenship en ég er resident eins og er. Eftir um 6 ár þá má ég sækja um citizenship og þá get ég kosið hehe
Vala Björk Vieregg, 4.11.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.