Rekin með húð og skömm

Þá kom að því að yfirmaður minn var rekin með húð og skömm. Henni var sagt upp fyrir óheiðarleika, lélega framkomu og hugsanlegan þjófnað. Það var því dansað af gleði í vinnunni hjá mér í dag. Ég sérstaklega því það þýðir að ég fæ aftur smá budget fyrir að halda áfram að markaðssetja eignina.

Á föstudaginn er svo þakkargjörðarhátíðin haldin í vinnunni, hver kemur með eitthvað og þar sem sú sem ætlaði að koma með kalkúninn var rekin, þá lenti það á mér þar sem enginn annar treysti sér í að elda kalkún. Valan segir ekkert mál fyrir Jón Pál og ætlar að elda þennan líka frábæra kalkún á föstudaginn, hvernig hún ætlar að fara að því þar sem hún hefur ekki hugmynd um hvernig á að elda kalkún er svo annað mál....

Það reddast! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Valan hringjir bara í pabba sinn og spyr hann ráða hehe

mamma (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Við ákváðum að kaupa hann tilbúinn þar sem allir kalkúnar eru frosnir og það tekur 3 daga að afþýða þá hehe! Svo ég slepp með skrekkinn

Vala Björk Vieregg, 21.11.2008 kl. 01:08

3 identicon

THu ert alveg kostuleg  Gangi ther vel med kalkuninn og fint ad thu ert laus vid yfirmanninn. Svo bara sannfærir thu thau um ad vala svala getur allt!

Knus Magga

Magga Salla (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband