Miðvikudagur, 3. desember 2008
Hvít heit heit Súkkulaði
Nýjasta æðið hérna frá Starbucks er White hot hot chocolate. Þetta er rosalega gott heitt súkkulaði með smá kryddi í. Ég fékk uppskrift af því svo ég þurfi ekki að fara á Starbucks og eyða pening þar og ákvað að deila henni með ykkur!
200 Gr Hvítt súkkulaði brætt
1/4 teskeið Ceyenne Pepper (má minnka þar sem þetta er frekar sterkt krydd, mamma þú myndir sleppa þessu þar sem þér finnst sterkt ekki gott)
1/2 teskeið kanill
3-5 bollar mjólk (minnsta kosti 2%)
1 Egg hrært
Bræðið súkkulaðið í örbylgu eða yfir heitu vatni, hrærið kryddinu saman við ásamt egginu. Skellið í pott yfir vægum hita og hægt og rólega bætið við einum bolla mjólk. Hrærið saman. Hægt og rólega hellið restinni af mjólkinni í pottinn á meðan þið hrærið í, því meiri mjólk því þynnra verður súkkulaðið. Leyfið þessu að malla í um 30-50 mín eða þangað til kryddið er samblanda vökvanum. Gott er að bæta smá vanillu út í.
Þar hafið þið það, rosalega gott á köldu síðkvöldi undir teppi með jólasmáköku og góða mynd í tækinu :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Áttu ekki við 3-5 mínútur?
Ólöf Inger (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 19:33
Nei eini gallinn er að það tekur langan tíma að sjóða þar sem þetta mallar yfir hægum hita.
Vala Björk Vieregg, 3.12.2008 kl. 19:56
eg profa thetta i vikunni og læt vita
Hljómar alveg hryllilega gott.
Magga Salla (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.