Gjaldþrota

bankruptFyrirtækið sem ég vinn eða réttara sagt vann fyrir fór á hausinn í dag. Við erum sennilega eign Key Bank núna. Eins og þetta virkar þá borgaði Bethany fyrirtækið mitt lán til Key Bank í hverjum mánuði eins og húsagreiðslur, svo í raun á Key Bank okkur. Þegar Key Bank fékk vind af því að Bethany var í fjárhagsvandræðum ákváðu þeir að senda fulltrúa frá bankanum til að skoða eignirnar sínar hérna í Colorado. Sú kom seinasta miðvikudag til okkar og skoðaði restina í gær og í dag. Við auvitað vorum ekki að leyna því að það voru ekki peningar til að viðhalda eigninni og svo nefndum við það í hjáverkum að það væri gott að fá útborgað hehe. Konan frá bankanum gjörsamlega missti sig þegar hún frétti að Bethany hafi ekki verið að borga starfsmönnunum sínum. Svo í dag var Bethany gefinn kostur á að færa eignina aftur yfir til bankans eða lýsa sig gjaldþrota. Þeir ákváðu að færa eignina yfir til bankans. Það sem er samt frekar óþæginlegt er að ég frétti þetta með að yfirmaðurinn minn sagði okkur frá hennar samtali við hennar yfirmann, en eigandi fyrirtækisins hefur ekki haft fyrir því að láta okkur vita hvað er í gangi. En næsta skrefið fyrir mig er að mæta í vinnu á Mánudagin og vita hvort ég fái útborgað þau laun sem þeir skulda mér sem eru komin hátt upp í 400 þúsund sennilega fyrir skatt og hversu fljótt bankarnir geta tekið yfir en þeir reyna að taka yfir á innan við 30 dögum, verður skrifstofan opin næstu 30 dagana eða lokuð. Aðallega fæ ég útborgað bráðlega eða þarf ég að bíða í 30 daga og verð ég með vinnu eftir þetta hehe. Svo smá scary ástand hérna í Ameríkunni en samt er ég fegin að Bethany fór loksins undir þar sem þetta var orðið fáránlegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er orðið doldið flókið mál dóttir góð, þú lætur vita af þér..

                                     koss og knús mamma

mamma (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 11:47

2 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Já ég fæ vonandi að vita meira á mánudaginn, læt vita hvað gerist.

Vala Björk Vieregg, 28.2.2009 kl. 19:09

3 identicon

úff.. þetta er ekki stuð

Lellan (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband