Fimmtudagur, 5. mars 2009
Fréttir
Ég komst að því í dag að tæknilega hef ég ekki verið með vinnu síðasta mánuðinn. Fyrirtækið mitt Bethany leigði okkur frá starfsmannafyrirtæki sem heitir VS. Ég leit alltaf á og var sagt að ég væri starfsmaður Bethany. Það kemur svo í ljós í dag að Bethany hafi sagt upp samningnum sínum við VS sem þýðir að við höfum í raun verið rekin, nema hvað, hvorki Bethany né VS lét okkur vita. Bethany lofaði öllu fögru og sagðu okkur að við værum enn starfsmenn þeirra þrátt fyrir að vita að við værum það ekki, og ofan á það með engar tryggingar, svo ef ég slasaðist við vinnuna mína þá er ég ekki með neina tryggingu fyrir því. Þegar bankinn kom í dag, og þetta er kona sem sér um fjölmörg fyrirtæki eins og okkur sagði að hún hafi aldrei upplifað jafn mikið siðleysi og Bethany hefur sýnt gagnvart starfsmönnunum sínum.
Bankinn kom í dag og lét okkur vita að hjálp væri á leiðinni og við ættum von á að fá annað fyrirtæki inn til að taka yfir á næstu dögum. Sem stendur erum við ekki að vinna fyrir einn né neinn en höldum samt áfram að koma til vinnu af hreint og beint einskærri góðmennsku. Vonandi líta tilvonandi vinnuveitendur vel á það, enda erum við að spara þeim nokkrar milljónir við að halda skrifstofunni opinni og ráði okkur. Það getur nefninlega alltaf gerst að þeir sem taka yfir reki alla og komi inn með sitt eigið starfslið. En allavega við lítum á þetta sem mjög góðar fréttir, það er ljós við enda ganganna. Það er möguleiki á að við fáum endurborgað það sem Bethany skuldar okkur og við endum með vinnu, ég vonandi veit meira á föstudag eða byrjun næstu viku.
Ég læt ykkur vita þegar ég frétti meira.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.