Þriðjudagur, 10. mars 2009
Góðar Fréttir
Eins og ég sagði áður þá fór sótti fyrirtækið mitt um gjaldþrot um daginn svo bankinn tók yfir eignirnar. Í millitíðinni þangað til þeir geta selt þá ræður bankinn inn fyrirtæki sem sér um rekstur eigninnar þangað til þeir selja eða ráða inn fyrirtæki til að sjá um reksturinn. Þetta millifyrirtæki er vanalega bara í um viku eða tvær. Þeir komu inn í dag og héldu smá fund í morgun, það sem kom útúr því er að ég er loksins komin aftur á launaskrá en ég veit ekki hversu lengi, það gæti verið í 2 daga eða mánuð, síðan þegar bankinn selur eða hvað sem þeir gera þá þarf að endurráða okkur til nýja fyrirtækisins eða jahh, þeir reka alla sem sum fyrirtæki gera. Það eru samt sem áður góðar fréttir að ég er komin á launaskrá þótt ég fæ sennilega ekki útborgað næstu 2-3 vikurnar, en þeir eru vonandi að koma með annað fyrirtæki inn sem tekur yfir á næstu dögum.
Aðrar góðar fréttir eru að ég fékk símhringingu og var boðuð í atvinnuviðtal. Þetta er skítastaður í gettóinu með aðeins 101 íbúðir síðan 1968 (til viðmiðunnar er í 482 íbúðum byggðar 1986 sem telst gamalt). En ef ég verð rekin frá núverandi stað þá á ég möguleika á annarri vinnu. Ég fer niður í launum en þó mun betra heldur en að svelta. En allavega smá fréttir, ég læt ykkur svo vita þegar ég fæ að vita meira.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ææ jæja betra en ekkert, jú og betra en að svelta.
Baráttukveðja mamma
mamma (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.