Fimmtudagur, 7. desember 2006
Loksins!
Loksins náði ég að baka almennilegar smákökur! Ég hef reynt við kókostoppana hennar mömmu en þar sem ég fann ekki kókos sem var ekki hálfblautur og fastur saman þá varð uppskriftin of blaut, og það er eitthvað ekki rétt við mælingarnar frá grömmum yfir í Ounces svo þær heppnuðust aldrei. Ég reyndar bakaði súkkulaðisúkkulaðikökur sem eru eiginlega of mikið kakóbragð af fyrir minn smekk. En í gær bakaði ég bandaríska tegund af smákökum sem Jeff bað um, en ég veit eiginlega ekki hvað það heitir á íslensku, það er haframjöl í þeim og svokallað butterscotch. Þær eru mjög góðar og ég virðist hafa bakað frekar stóra uppskrift því ég var í allan gærdag að koma þeim á pönnu til að bakast :P En blandarinn sem Mamma gaf mér virkar frábærlega svo ég er voða hamingjusöm með það :D
Að öðru leyti er allt gott að frétta hjá okkur, við erum bara í jólaundirbúningi kaupa jólagjafir skrifa jólakort þ.e. ég er búin að skrifa þrjú og þarf að pilla mér að klára skammtinn og baka auðvitað. Um daginn hringdi mágkona mín í mig og bað mig að passa fyrir sig, en hún hafði lofað vinkonu sinni að passa fyrir hana en á síðustu stundu gat hún það ekki og þurfti að fara til læknis. Vala hoppaði inn og passaði börnin hennar tvö og aukabarnið, nema ekki nóg með það heldur passaði ég að því er virðist tvo fullorðna líka, stjúppabba mannsins hennar og unglingssystir mannsins hennar. Hvers vegna ég var þarna hef ég ekki hugmynd um.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.