Yfirmaður Dauðans

burns

Valan er komin í tölu yfirmanna dauðans eftir síðustu viku. Ég er að þjálfa tvær nýjar stelpur upp, önnur þeirra hefur góða hæfileika en ég þurfti að hrista hana aðeins til þar sem það vantaði ýmislegt upp á. Svo eins og góðum mönnum sæmir tók ég hana inn á skrifstofu til mín og átti samtal við hana um að hún þyrfti að bæta sig til ef ég ætti að ráða hana. Ég hélt ég hafði verið rosa góð og næs en ég hræddi greyið stelpuna víst svo að hin stelpan sem ég var að þjálfa upp hætti hehe. Hún hefur sennilega haldið að hún væri næst! Oh jæja ég er komin með nýja sem mér líkar við á meðan sú sem ég átti samtalið við er undir mikroskjá hjá mér ef hún á að meika það.

Eftir tvær vikur er ég svo að skipuleggja Gæludýra ættleiðingadag fyrir íbúana mína. Það er fyrirtæki hérna sem bjargar gæludýrum og ættleiðir þau til góðra heimila en þeir ætla að koma til mín og kynna fullt af sætum hundum og kisum!Ég var annars að komast að því að nýjasta gæludýraæðið hérna eru skunkar...hvað er málið, skunkar!!! Pfft

Af vinnumálunum er ekkert nýtt að frétta, þeir eru ennþá að reyna að selja komplexurnar svo við erum ekki fastráðin ennþá. Við erum samt sem áður á launum og erum að fá bónusa (ekki eins góða og hitt fyrirtækið gaf okkur en bónus engu að síður) eini munurinn er að við erum ekki með sjúkratryggingu.

Efnahagurinn hérna er algjörlega í molum starfsgeirinn minn þarf stöðugt að vera skrefi á undan til að getað lifað af í dag. Við erum ekki í eins slæmum málum og t.d. búðargeirinn þar sem fólk þarf jú að lifa einhverstaðar, það versta er að fólk er að missa vinnuna í tonnatali og getur ekki borgað leiguna sína sem þýðir að við þurfum að henda þeim út sem þýðir að ég þarf að tvöfalda mína vinnu þar sem mitt starf er að fylla íbúðarkomplexuna hehe. Ég er því að vinna nánast around the clock við að ná takmarki mánaðarins ásamt því að þjálfa upp og hræða starfsmennina mína og læra reglur nýja fyrirtækisins.

Við Jeff höfum það gott engu að síður, Michelle systir hans átti afmæli um daginn og vildi fara á djammið. Við vorum ekki alveg að nenna því þar sem jahh...við viljum helst vera komin upp í rúm ekki seinna en kl 11, helst kl 10 hehe gengur reyndar ekki alltaf upp en djammið er ekki alveg á dagskrá hjá okkur elligeitunum. Við erum samt það mikið unglömb að við erum að spá að kaupa okkur sumarpassa í skemmtigarðinn Elitches hérna í Denver!! Við og börnin getum farið og skemmt okkur í rúsíbönunum um helgar!

Allavega, vildi láta heyra í mér, ég býst við að bloggið dettur niður um nokkur sæti á forgangslistanum mínum á meðan vinnan tekur yfir mestallan daginn ég er hinsvegar á fésbókinni og svara til nafns þar allavega einusinni á dag eða svo!

Heyrumst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja ég hef heyrt svartsýnna blogg á sídust og verstu tímum svo ég held bara ad thú sért ad fara meika thad. Styd heilshugar skemmtigardakortin. Rússibanar jippý.  Verdum í bandi.

Magga

Magga Salla (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:23

2 identicon

Sakna þín sætabína (K)

Lella (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband