Þriðjudagur, 19. maí 2009
Atvinnutækifæri
Atvinnuviðtalið gekk rosalega vel, hún sendi mig beint niður í aðalstöðvar til að fylla út umsókn og taka próf (hérna tekur maður oft IQ próf til að komast inn í stöður). Þeir þurfa síðan að skoða bakgrunninn minn og sjá hvort ég sé íslenskt glæpakvendi en ég ætti að fá niðurstöður og vonandi tilboð í enda vikunnar eða byrjun næstu!!
Ég datt í lukkupottinn með þetta starf, ég starfa núna á 482 íbúða komplexu en þetta er yfir 600 íbúðir sem ég sé um. Þær voru byggðar 1978 og eru að fara í gegnum yfir 30 milljóna uppbyggingu. Þeir ætla að skipta söluliðinu niður í tvær grúppur, þeir sem selja íbúðirnar í uppfærðu íbúðunum og þeir sem selja venjulegu íbúðirnar. Þeir vilja að ég leiði uppfærðu íbúðarteymið. Ég er rosalega spennt, þeir vilja að ég fókusi helst á markaðssetningu sem er bara gaman og svo er ekki slæmt að þeir borga mjög vel! Ég fæ hærri tímalaun og mun hærri bónus ásamt fatabónus $500 yfir árið sem ég get eytt í föt. Ég hreinlega get ekki kvartað yfir því.
Þessi íbúðarkomplexa er í um hálftíma fjarlægð þar sem ég bý núna svo við komum til með að flytja. Hún er upp við fjallgarðinn svo útsýnið er magnað. Það er ekki verra að íbúðirnar sitja við stórt stöðuvatn sem þú getur farið út á bát eða veit eða labbað í kringum! Myndin að ofan er af útsýninu frá vatninu til íbúðanna en byggingin sem þið sjáið á myndinni er þar sem ég kem vonandi til með að vinna!
Æði ekki satt!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:40 | Facebook
Athugasemdir
Jé vá. Vona ad thú komir svakalega vel út úr thessu prófi og fáir stöduna. ædi.
Rosalega fallegt tharna. Vid verdum greinilega ad fara spara.
Knús.
Magga Salla (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 08:19
Láttu okkur vita um leið og þú fréttir eitthvað :)
Lella (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.